Týpískur sunnudagur

Það er týpískur sunnudagur með tilheyrandi stemningasljóleika og leiðindum. Þeir eru farnir að endursýna gömul brot úr þessari leiðinda karókíkeppni, áreiðanlega til að skapa „stemningu“ fyrir komandi keppni. Ég get ekki annað sagt en það hafi þveröfug áhrif á mig. Ég hef einmitt nýverið uppgötvað að það að eiga bæði mömmu og heimabíókerfi er ekki endilega gott.

Í dag eru liðin fjögur ár frá hryðjuverkunum í New York. Höfum við lært eitthvað og hefur okkur farið eitthvað fram síðan þá? Nei, og enn sér ekki fyrir endann á einu mesta skálkaskjólsstríði sem um getur.

Trúarbrögð gera mönnum gott. Næg eru jú fordæmin.

Í öðrum fréttum sigraði Räikkönen í formúlunni en Alonso er annar og bilið minnkar lítið. Það er nú alveg þrælmerkilegt, eða þannig.