Hversdagsblogg

Þá sem ég afgreiddi í versluninni í dag má telja á fingrum annarrar handar. Það gefur tilefni til þakklætis gagnvart veðuröflunum. Vona mín vegna að stormurinn haldist yfir helgi. Svo er líka svo notalegt að standa í hlýjunni heima hjá sér og horfa út í bylinn, jafnvel með tebolla um hönd.

Í lok vinnudagsins keypti ég mér þrjá skrifstofulega muni: Blaðabakka með inn/út merkingum, pennastatíf og minnismiða. Þetta prýðir nú skrifborðið mitt, ásamt því sem fyrir var. Tveimur bókaskápum síðar verður vistarvera mín alveg eins og ég vil hafa hana.

113050631881020845

Það er ömurlegt veður úti. Akkuru?!

Í öðrum fréttum ætlar Anders Fogh að reyna að hindra allar tilvonandi hryðjuverkaárásir í Danmörku. Það sé ég fyrir mér nokkurnvegin svona: Nej! De har sprængt pølsevognen! Hvor i helvede var fænden han Anders Fogh da terroristerne kom til vores fantastiske by?! Ahm, jeg snakkede med dem og de sagde at de ikke var terrorister, så vi skud nogle araber og sådan noget i steden, fordi vi tænkte de måtte være terrorister.

Þannig er víst tískan í landvarnarmálum í dag.