Þessir prófkjörsvitleysingar

Annan eins apakött vil ég ekki sjá í borginni! Menn sem gera málefni borgarinnar vísvitandi að sirkus með hálfvitalegum stefnumálum og einhverjum þeim fíflalegustu félagasamtökum sem um getur, enda þótt í þeim sé aðeins einn félagi, eiga ekkert erindi inn í borgarstjórn. Komist þessi maður í borgarstjórn þá hætti ég í pólitík, flyt til Fjarskanistans og sel lúsug teppi undir nafninu Mangatsjittsú Hoppsíkúrdan, enda sýndi það svo um gæti að það væri ekki viti borinn einstaklingur eftir í þessu þjóðfélagi, og þá væri sýnu vitrænna að selja ónýt teppi í Fjarskanistan undir heimskulegu nafni en að dveljast hér á þessu geðveikrahæli.

Þrjár röklegar þversagnir

Heildin er meiri en summa partanna, sagði Gestalt.

Heildin er minni en summa partanna, sagði Einstein.

Heildin er summa partanna, segir stærðfræðin.

Þessar þrjár hugmyndir stangast ekki á. Allt er þetta rétt á sinn hátt. Niðurstaða: Samhengið skiptir höfuðmáli. Alhæfingar, þótt þær séu vísindunum mikilvægar, eru hættulegar og geta heft rökræna umræðu. Verið því viss í ykkar sök áður en þið fleygið fram hugmyndum og staðreyndavillum um mál sem þið mögulega vitið ekkert um.