Fascismus, litteratúr og Finngálkn læknir

Þannig leiðast lýðræðisríki oft til fasisma.

Áðan lagði ég mig og vaknaði upp við það, að hafa dreymt mann sem þoldi ekki Michel Houellebecq en elskaði Milan Kundera. Þetta fór í taugarnar á mér vegna þess að ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessu séu öfugt farið. Hins vegar er ég of latur til að nenna að lesa þá sjálfur, a.m.k. ekki fyrr en ég hef lokið u.þ.b. sjötíu öðrum bókum.

Ármann bloggar um finngálkn og fantasíuofurlækna. Ég tek undir það að House læknir sé ekkert annað en fantasía, fyrir mér mætti House læknir og hans sykurstaff öll vera finngálkn, án þess að ögra raunveruleikastaðlinum sem þátturinn setur (sem raunar er ekki endilega slæmt). Þá gæti þátturinn heitið Finngálkn læknir. Ja, svei mér þá, ef hann yrði ekki betri fyrir vikið.
En svo dæmi sé tekið um hversu steiktir þættirnir um House lækni eru, má nefna þegar Sean Bean (eða tvífari hans) lá eins og skata uppi á skurðarbretti með svöðusár á maganum eins og eftir loftstein og House lækni virtist meira í mun að dissa hann og ögra honum en að lækna hann. Þegar sjúklingurinn drapst og tekið var til við endurlífgun hreytti læknirinn því út úr sér að nær væri að leyfa honum að drepast. Svo fór nærri því að lækninum góða yrði vísað úr skurðstofunni, en væntanlega gerði samstarfsfólk hans sér grein fyrir því að allt var þetta gert með ásettu ráði í þágu hinna óhefðbundnari hugmyndafræða læknisfræðinnar. Já, mikill er máttur Finngálkns læknis

Hið nýja gjöreyðingarvopn

Morgunblaðið greinir frá þeim hörmulegu tíðindum að „skýstrokkur“ hafi banað að minnsta kosti 22 manns. Svona er það þegar aðrir en fagmenn höndla önnur eins morðtól og strokkar geta verið í röngum höndum. Já, og þetta er aðeins byrjunin, því mér segir svo hugur um, að helstu hryðjuverk komandi ára og jafnvel áratuga, verði framin með notkun hins nýja skýstrokks, sem mun vera hræðilegt gjöreyðingarvopn af kalíber tíu, en „kalíber“ er ný mælieining til að mæla gjöreyðingarmátt vopna og nær upp í tíu. Nafngiftin er fengin af enska orðinu caliber, sem er notað um hlaupvídd skotvopna, og þykir sérdeilis viðeigandi titill á slíka mælieiningu.

Af öðrum fréttum ber helst að nefna að skýstrókur, er reið yfir Indianafylki í Bandaríkjunum, hefur banað að minnsta kosti 22 manns.

Stefán býður fram

Ég sá á Vísi að Stefán Jón er farinn að auglýsa framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar með heilsíðuauglýsingum í prentmiðlum. Ekki ímynda ég mér að það geri honum neitt gott. Hríðlækkar ekki alltaf fylgi Samfylkingarinnar þegar hann birtist í fjölmiðlum? Í það minnsta á ég bágt með að ímynda mér annað.

Hitt er þó aftur annað mál, að ef ég ætti að velja milli borgarstjóraefnanna Stefáns Jóns og Gísla Marteins … Nei annars, ég held ég myndi frekar flytja til Síberíu.

Virkaði það?

Mættur í skólann, fyrr en venjulega. Það er enginn tími svo ég er að reyna að prófa mig áfram með MT. Það er helst það að ég vil ekki nota excerpt, en mér virðist vera lífsins ómögulegt að losna við það.< Prófum þetta núna, hvurt heldur tölvunördistatilraunir mínar virkuðu.

Nei, það virkaði ekki. Þá fór lítið fyrir tölvunerðinum mér. Hvernig aftengi ég excerpt? Mér finnst það svo hræðilega leiðinlegur fítus.

Uppfært:

Hei, það gerðist af sjálfu sér!