Þeir sem ekki slá varnagla eru kommúnistar

„Annað dæmi er safnvörðurinn Stefán Pálsson sem sagðist í Sunnudagsþættinum að hægrimenn ætti nánast að bannfæra vegna stuðnings við Bandaríkin og að uppi sé stjórnmálasamband við það land. Ástæðan er sögð vera meintar pyntingar CIA á föngum. Pyntingar eru auðvitað slæmar slæmar. En bíðum við.

Getur það hugsast að vinstrimenn og þá sérstaklega kommúnískir vinstrimenn hafi stutt Sovétríkin af miklum mætti og ferðast þangað, lofsungið stjórnunarhætti og líf fólks þar í landi og svo framvegis í áraraðir uns járntjaldið hrundi? Getur einnig verið að þar hafi um 54.000.000 mannslífa glatast í pólitískum útrýmingarbúðum?“
Friðbjörn Orri Ketilsson

Það er alltaf gott að beina athyglinni frá glæpum nútíðarinnar með vísunum í þáið. Stefán Pálsson gagnrýnir Bandaríkin, svo hann hlýtur að vera kommúnisti, fyrst hann líka gleymir að gagnrýna Sovétríkin í leiðinni. Þeir sem gagnrýna ekki Sovétríkin í umræðu um Bandaríkin eru kommúnistar. Þeir sem gagnrýna ekki Sovétríkin í hvert skipti sem þeir birtast í sjónvarpinu, eða yfirleitt opna á sér munninn, þeir eru kommúnistar. Þess vegna eru Friðbjörn Orri og Egill Helgason einu Íslendingarnir sem ekki eru kommúnistar.
En gæti hugsast að Stefán Pálsson sé ekki kommúnisti? Gæti hugsast að hann beri ekki ábyrgð á glæpum Sovétmanna? Gæti jafnvel hugsast að Sovétríkin komi málinu ekkert við? Ha, hvað segirðu, er ég kommúnisti fyrir að spyrja svona?