Dagur útlenskrar tungu

„

A star is born: Ástir og ævi Silvíu Nóttar.“ Þannig hélt blaðið Blaðið upp á dag íslenskrar tungu.

Kastljós hafði sinn eigin hátt á, þar sem fengnir voru tveir helstu málsnillingar þjóðarinnar – annar af hverjum eini yfirlýsti mólótovkokteilkastari landsins, hinn alþingismaður – til að ræða framtíð íslenskrar tungu og rapptónlist.

Sjálfur hafði ég minn eigin hátt á og fór á afmælisljóðaupplestur Ljóð.is. Þar sat meðal annarra maður við tölvu og brúkaði forrit til að skeyta saman ýmsum textabrotum svo úr yrðu ljóð, og las ég sjálfur upp eitt ljóð sem var kompútergeneréterað, svo ég brúki nýkansellístíl, og þar af leiðandi ekki eftir sjálfan mig. Þetta gerðu sömuleiðis margir samkomugesta, enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á svona nýbreytni.

Án vafa er þetta mín þurrasta bloggfærsla til þessa. Enda skrifuð á einum hinna 364 daga útlenskrar tungu.