Sjúkdómsgreining dagsins

Gúllinn á kinninni, hálsinum, whatever – það er ekki tannrótarbólga. Það er eitlasýking upprunnin í eyrnagöngum orsökuð af því að ég nota eyrnapinna. Það var þó furðulegt. Svo má ég aldrei nota eyrnapinna aftur. Ekki sýti ég það. Það eru skárri örlög en hefði ég greinst með krabbamein. Í raun má maður þakka fyrir hvert skipti sem maður fer til læknis með kýli og kemur til baka með fúkkalyf.

En já, boðskapur dagsins: Ekki nota eyrnapinna! Þeir eru tól djöfulsins. Djöfulsins!