A Little Trip to Heaven

Baltasar Kormákur minntist á lagið „A Little Trip to Heaven“ eftir Tom Waits á dögunum, í sambandi við samnefnda mynd sína. Nú hef ég ekki séð myndina, en ég hef séð trailerinn. Í honum kemur fyrir lagið „Rosie“ eftir Tom Waits, en ekki titillag myndarinnar. Nú má velta fyrir sér hvers vegna lagið „A Little Trip to Heaven“ er mikilvægt fyrir myndina, ef lagið „Rosie“ er spilað í trailernum. Lögin eru nefnilega fullkomnar andstæður. Titillag myndarinnar fjallar um mann sem er fullkomlega og hamingjusamlega ástfanginn af stúlku. „Rosie“ fjallar um mann sem liggur í hjartasárum eftir sína stúlku. Bæði lögin eru á plötunni „Closing Time“.
Nú er eitthvað sem segir mér að myndin fjalli alls ekki neitt um ástarsambönd. Internet Movie Database rennir stoðum undir þann grun:

„A husband (Renner) and wife (Stiles) tangle with an investigator (Whitaker) over her dead brother’s million-dollar insurance policy.“

Nema setningin „Feel like I’m in heaven when you’re with me / Know that I’m in heaven when you smile, / Though we’re stuck here on the ground, I got something that I’ve found / And it’s you,“ segi alla söguna.

Eða þessi setning úr „Rosie“:
Rosie, why do you evade me? Rosie, how can I persuade thee? Rosie…

Þetta er nú undarlegt mál alltsaman og hér eru mögulegar útskýringar sem ég hef komist að:
1. Baltasar fór lagavillt, þess vegna er „Rosie“ í treilernum. Ástarsorg er meginþema myndarinnar, sama hvað Internet Movie Database segir.
2. Bæði lögin eru í myndinni, en í henni skiptast á skin og skúrir, og ást tekst að lokum með Juliu Stiles og Forest Whitaker. Sama hvað IMDB segir.
3. Baltasar þorir ekki að viðurkenna að hvorugt lagið tengist myndinni nokkuð, því þá kemst það kannski upp að hann er ekkert sérstaklega artí, sama hvað IMDB segir.

Ég veit nákvæmlega hvað þið eruð að hugsa: Er eitthvað sem þessi maður finnur ekki til að nöldra út af? Svarið liggur í augum uppi. Svarið er nei. Það er ekkert sem ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að tuða um.