Tilkynning um liðinn atburð

Næsta þriðjudagskvöld, strax eftir Gettu betur, verður haldin bókmenntahátíð í Skálholti. Þar munu nokkur valinkunn skáld lesa úr verkum sínum hlustendum til yndis og unaðsauka og efla um leið menningarvitund vora. Hefst hátíðin kl 20:30. Þau sem fram koma eru:

Andri Snær Magnason

Kristín Þóra Pétursdóttir

Aldís Guðbrandsdóttir

Gerður Kristný Guðjónsdóttir

Arngrímur Vídalín Stefánsson

Kári Páll Óskarsson

Halldór Marteinsson

Hallgrímur Helgason

Þetta gekk vel, eiginlega vonum framar. Dóri og Kári voru góðir að vanda og Andri Snær fór á kostum. Það hríslaðist um mig vanlíðanin undir lestri Gerðar Kristnýar og þær Aldís og Kristín Þóra komu reglulega á óvart. Hallgrím hafði ég heyrt áður og hann var engu síðri nú en þá. Ætli ég verði ekki að minnast aðeins á sjálfan mig í leiðinni, mér gekk sæmilega. Ég sé raunar að tvö ljóðanna féllu ekki alveg í kramið. Þau verða ekki notuð aftur, hvort eð er illa hugsuð. Ég veit raunar ekki alveg hvað mér á að finnast um kvæðin mín lengur, hef fengið þannig gagnrýni á bókina mína að ég er hættur við að reyna að koma henni á framfæri í núverandi mynd. Eða eins og einhver sagði, ég á eftir að taka út vissan þroska, þá kannski kemur þetta. Ætli galgopinn þurfi ekki að kyngja ráðleggingum sér eldri og viturri manna.

No Trackbacks

8 Comments

 1. Nei, nei, viltu ekki frekar halda ótrauður áfram?

  Posted 24. janúar 2006 at 23:32 | Permalink
 2. Ég held áfram að yrkja, en ég sé það sjálfur að bókin er ekkert útgáfumaterial. Þroskinn sem um ræðir fæst líka aðeins með því að halda áfram. Þetta kemur, þótt það komi kannski ekki á þessu ári eins og stefnt var að.

  Posted 25. janúar 2006 at 00:05 | Permalink
 3. Þú áttir eftir að senda mér bókina þína, ég er viss um að hún er góðra gjalda verð.

  Posted 25. janúar 2006 at 15:48 | Permalink
 4. Njála

  Ég sat nú undir ljóðunum þínum þetta kveld og hafði bara mjög gaman af! Veit ekki alveg hvaða ljóð þetta voru sem ekki fellu í kramið, er eiginlega alveg sama því þú komst mér svo skemmtilega á óvart (og þá verður náttúrulega að hafa það í huga að ég sá þig þarna í fyrsta skiptið svo ég viti). Ég held ég myndi hiklaust staldra við í bókabúð og hugsa mig um ef ég sæi bók merkta þér í einni hillunni og finnst biðin eftir þroska einkar óspennandi og tilgangslaus.

  Posted 25. janúar 2006 at 18:09 | Permalink
 5. Ég vildi að svona uppákomur hefðu verið haldnar meðan ég var í skólanum

  Posted 25. janúar 2006 at 19:22 | Permalink
 6. Vá, ég bara veit ekki hvað ég get sagt, nema kærar þakkir. Þau ljóð sem „féllu ekki í kramið“ veit ég ekkert hvort hafi fallið í kramið eða ekki, ég bara segi svona því ég er sjálfur ósáttur við þau. Það er kannski rétt hjá þér að biðin eftir þroska sé tilgangslaus. Ég er í það minnsta fílefldur núna, bara að ég vissi hver veitir mér svo fallega umsögn.

  Posted 25. janúar 2006 at 22:19 | Permalink
 7. Do it man.. Ekki hika, ég elska það sem ég hef séð af bókinni þinni!

  Posted 26. janúar 2006 at 00:13 | Permalink
 8. Vá, enn batnar það! Ég er ansi hræddur um að þessu þurfi ég að taka sem skipun. 🙂

  Posted 26. janúar 2006 at 08:04 | Permalink