Úr böndunum

Myndbirtingarmálið hefur undið upp á sig, eins og við var að búast. Ég mun ekki samþykkja neinar réttlætingar, sama í hvora áttina þær beinast. Nákvæmlega hverjum andskotanum bjuggust þið eiginlega við? Sama hvernig á það er litið var guðlast Jyllandsposten fullkominn óþarfi. Það sama gildir um sendiráðsbrennur. Og auðvitað hafa klerkarnir öll tögl og hagldir í sínum heimalöndum, falskt sms um að Danir hafi ætlað að safnast saman og brenna Kóraninn, almenn múgsefjun og fjandsamlegur áróður. Ekkert af þessu þarf að koma á óvart. Og ekkert af þessu þurfti að gerast. Andskotinn hafi það.

Kapítalið kvatt

Ég sagði upp í dag. Mikið er gaman að segja þetta. Áætluð starfslok: 30. apríl 2006.

Annars hef ég brotið loforðið og er farinn að yrkja aftur.

Enn eitt: Ég velti fyrir mér hvort hið góða fólk á Ljóð.is sé með Jón-Thoroddsen-yngri-fetish. Hann á áreiðanlega flest ljóð dagsins. Ekki að það sé slæmt, hann á það fyllilega skilið.

Enn enn eitt: Það stendur víst til að halda Laugalækjarskólaríúnjon í júní. Það eru sex ár síðan við útskrifuðumst. Ég hélt að svona ríúnjon gerðust aðeins í kvikmyndum. Fyndið líka að halda þetta núna, ég geri ráð fyrir að flestir hafi haldið ágætu sambandi, a.m.k. þeir sem fylgdust að gegnum framhaldsskóla. Ísland er eiginlega of lítið fyrir ríúnjon af nokkru tagi.