Verklok að sinni

Ég hef ekki beinlínis staðið mig við skrifin í dag, ekki einu sinni tekist að klára heilan kafla. En ég er þó altént byrjaður. Og mér hefur tekist að halda mér óhlutdrægum enn sem komið er, svo kannski fer að rofa til hjá mér bráðum. Ég bara fæ mig ekki til að halda áfram í bili.

Lag dagsins er Muriel með Tom Waits.

Ritgerð

Febrúar virðist mér kominn í öllu sínu veldi.

Ég mæti ekki í skólann í dag vegna ritgerðarsmíðar.

Uppfært klukkan 9:40
Ég sé það núna að enda þótt upphaflega verklýsingin hefði mögulega þýtt það að ég skrifaði fimmtíu blaðsíðna ritgerð, þá hefði það verið talsvert auðveldara viðureignar. Ég er ekkert of góður í sagnfræðilegri kristni. Heiðin trúarbrögð og goðsögur, það er ég.

Fyndið annars, í samhenginu, að ýmsir punktar sem ég fékk frá leiðbeinandanum hafa glatast í þýðingu.