Um franskar

Ég minntist örstutt á sérstaka talmálsbeygingu orðsins franskar í samkvæmi hjá Daníel í gærkvöldi. Mér gafst ekki tóm til að fara neitt náið í það svo ég geri það nú.

Orðið franskar rekur uppruna sinn til fyrirbæris er nefnist franskar kartöflur. Nafnið mun ekki veita nákvæma vísbendingu um uppruna fyrirbærisins. Í daglegu tali hefur þetta svo styst í franskar. Enda svosum ekki að undra, það er ívið þjálla. Það er hinsvegar beyging þessa orðs sem þykja má eilítið kindarleg. Franskar er nafnorð, beygist veikt, til í báðum tölum, ákveðinn greinir sýndur innan sviga:

Singularis:
Nf. franska(n)
þf. frönsku(na)
þgf. frönsku(nni)
ef. frönsku(nnar).

Pluralis:
Nf. franskar(nar) / frönskur(nar)
þf. franskar(nar) / frönskur(nar)
þgf. frönsku(nu)m
ef. franska(nna).

Það sem orðið hefur til hérna er fullkomlega nýtt orð, í merkingarlausu samhengi við upphaflega konseptið franskar kartöflur. Þar er franskar lýsingarorð og því mætti halda að eðlilegra hefði verið að halda upphaflegu beygingunni:

Singularis:
Nf. frönsk
þf. franska
þgf. franskri
ef. franskrar.

Pluralis:
Nf. franskar
þf. franskar
þgf. frönskum
ef. franskra.

Í stað viðskeytts ákveðins greinis (dæmi: franskarnar) þegar talað er um tilteknar franskar kartöflur, beygist orðið þá veikt og tekur með sér ábendingarfornafnið (dæmi: heyrðu, hvað varð um þær frönsku?; var hún góð, sú franska?). Þessi orðnotkun hefur birst á prenti í Andrésblaði í þýðingu Þrándar Thoroddsen frá árinu 1993 og á að mínum dómi fullan rétt á sér. Orðið eins og það er notað, aftur á móti, fyrirfinnst ekki í Orðabók Háskólans.

Hér eru allar myndir lýsingarorðsins franskur og málfræðilega korrekt mun vera að brúka þær þegar rætt er um franskar kartöflur.

Hinsvegar er ég hreint ekki mótfallinn hinni notkuninni af einni einfaldri ástæðu: Nafnorðið franskar er miklu miklu þjálla en hitt. Það er ekki alltaf sérlega málræktarlegt hvað verður ofaná í íslenskri orðnotkun, heldur er leið hagræðingarinnar yfirleitt valin. Samþykkjum því orðið franskar sem nafnorð sem ber engin merkingarleg tengsl við lýsingarorðið franskur. Fyrir utan svo það að þessar kartöflur tengjast Frakklandi nákvæmlega ekki neitt.

Nældur

4 störf sem ég hef unnið:
* Garðyrkja á Grensás- og Borgarspítala
* Blaðburður
* Afgreiðslumaður í ÁTVR
* Sölumaður í IKEA

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
* Casablanca er sú eina

4 staðir sem ég hef búið á:
* Bollagata
* Gnoðarvogur
* Via Emanuelli
* Laugarnesvegur

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
* The Simpsons
* Desperate Housewifes
* Seinfeld
* Family Guy

4 staðir sem ég hef verið í fríi á:
* Chania, Krít
* Verona, Ítalíu
* Torremolinos, Spáni
* Tetuan, Marokkó (tæknilega séð, ég fór þangað, en ég var ekki þar í fríi)

Fjórar uppáhaldsbækur:
* Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson
* LoveStar eftir Andra Snæ Magnason
* Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness
* Óhuggandi eftir Kazuo Ishiguro

4 vefsíður sem ég skoða daglega:
* Prívat pósthólfin mín
* Skólapósthólfið mitt
* Múrinn
* Heimasíða Ungra vinstrigrænna

4 x uppáhalds maturinn minn:
* Hamborgarhryggur
* Nautalundir
* Lambalundir
* Almennilegt tagliatelle

4 staðir sem ég vildi vera á núna:
* París
* Flórens
* Konstantínópel (týnd og Tyrkjum gefin, kvað heita Istanbul núorðið)
* Casablanca

4 bloggarar sem ég næli:
Silja, Dóri, Alli, hver sem vill.