Úr kaos reis Gaia

Að mér sækja hugmyndir úr öllum áttum. Nú hef ég þríþætt skema til að fylgja eftir. Það verður flókið, kostnaðarsamt og tímafrekt, en ef allt gengur eftir mun ég mögulega eiga eitthvað eftir til að kallast stoltur af.

Vona að þetta sé ekki eintómar skýjaborgir. En nú er það námið, sú daðrandi frilla.

3 thoughts on “Úr kaos reis Gaia”

  1. Hverjar eru þessar mögnðu hugmyndir sem sækja að þér að næturlagi? Ég fæ stundum (að ég held) stórkostlegar hugmyndir þegar ég er við það að festa svefn, en sofna oftast alveg áður en þær komast á annað stig eða á blað og eru gleymdar um morguninn. Þú gerir mann (konu) forvitna með þessum færslum!

  2. Kaos og Gaia? Þú sparar ekki stóru orðin, eins gott að þetta náist í gegn..
    Í upphafi var ginnungagap – svo kom Arngrímur.

  3. Ég skal segja þér það við tækifæri, það er of mikið leyndó fyrir netið. Þetta sem ég rétt minntist á við þig í gær er ekkert hjá því sem ég og örfáir höfum nú ákveðið að taka okkur fyrir hendur.
    Kaos, tja, mér fannst líkingin viðeigandi, þar sem ég minntist á Kaos í síðustu færslu. En svo mikið er víst, að meðan ég lifi munu Múspellssynir og þeirra hyski halda sig á mottunni.

Lokað er á athugasemdir.