Leitin að meðleigjanda

Mér skilst að leiguverð íbúða vestan við Rauðará séu nokkurn veginn svona:

Stúdíóíbúð: 40.000
Tveggja herbergja: 60.000
Þriggja herbergja: 80.000+

Stefnan er tekin á Vesturbæinn og leitin hefst í sumar. Tveggja herbergja íbúð væri fín fyrir mig einan, en því hef ég ekki efni á. Þess vegna leita ég að herbergisfélaga í þriggja herbergja íbúð. Opið er fyrir umsóknir. Þegar er kominn einn kandídat, ég hinsvegar áskil mér rétt til að hafna umsóknum án þess það teljist „persónulegt“.

Ég treysti því að umsóknum rigni yfir pósthólfið mitt frá fólki blóðþyrstu í að búa með mér.