Ávöxtur streitunnar

Svo mikið stress var á mér í vinnunni í dag að ég fékk fyrir hjartað. Tók af því tilefni nokkrar verkjatöflur af ýmsum gerðum og hélt áfram að vinna. Þetta hefur ekki gerst svo teljandi sé síðan ég fékk næstumþvíhjartaáfall á Þjóðarbókhlöðunni fyrir réttum sex árum. Það var raunar talsvert alvarlegra, þó ekki svo að ég þyrfti aðstoð við að fjarlægja mig af gólfinu.

Á leiðinni frá lyfjabúri inn í deild hitti ég Hjördísi og föruneyti. Annarlegt ástand olli snubbóttri kveðju af minni hálfu. Vonandi fyrirgefst það.

Hitt er svo aftur augljóst að ég þarf að læra að slappa af. Ég kann það ekki. Margt hvílir á mér núna, raunar ekki allt á mína ábyrgð en nógu mikið samt. Alltaf þarf ég að vasast í of miklu á sama tíma og gera allt á síðustu stundu. Með þessu áframhaldi og viðlíka stigmögnun og orðið hefur á athafnamennskunni verð ég dauður innan fimmtán ára. Vonandi fæ ég einhverja hvíld í sumar (borin von, raunar).

Minni svo aftur á þetta. Allir mæti!