Flottræfillinn

Fyrir sýndarmennsku sakir tek ég fram að síðastliðið föstudagskvöld fór ég með góðu fólki út að borða á Rossopomodoro. Ég er að hugsa um að gera það mánaðarlega, það er nefnilega svo ódýrt. Maturinn er líka ágætur. Finnst samt ekkert sérlega heillandi að þurfa að horfa á kokkana elda hann. En kannski er þetta framtíðin. Kannski mun einn dag opna hér íslenskur veitingastaður, slátur á boðstólum, viðskiptavinirnir fengnir til að horfa á þá sauma saman blóðuga keppina. Jájá, öfgar, ég veit.

Hér hefur áður verið bloggað um húsnæðismál. Nú er ég að hugsa um að þekkjast boð um herbergiskytru í vesturbænum. Það kostar 30.000 krónur á mánuði. Það er þó óvíst að það verði ennþá laust þegar haustar. Alltsaman kemur þetta í ljós á endanum. Mun frekar vildi ég þó borga aðeins meira og geta leigt eitthvað aðeins stærra með góðum meðleigjanda. En mér sýnist fokið í flest skjól með þessa blessuðu meðleigjendur, fæstir vina minna neitt að flýta sér að heiman.

2 thoughts on “Flottræfillinn”

  1. Hvusslags heimalningar eru þetta! Annars leigði ég einu sinni á m´ðinum sokkabandsárum með ókunnungum og það gafst ágætlega.

Lokað er á athugasemdir.