IKEA – sjáumst í næsta lífi!

Ég verð ekki í fríi á baráttudegi verkalýðsins á morgun. Það er vegna þess að frá klukkan sex í kvöld hef ég verið atvinnulaus. Vonir standa þó til að það verði ekki lengi, bókasafnið sveik mig um svar fyrir vikulok svo ég neyðist til að hringja sjálfur á þriðjudaginn. Mikið er nú samt gott að vita sig frjálsan frá afgreiðsluborðum húsgagnadeildar IKEA.

Annars gleymdi ég að taka kollhnísinn sem ég hafði alltaf lofað sjálfum mér. Kannski maður geri sér bara sérferð einhverntíma. En fyrst ég er laus á annað borð leyfi ég mér að spyrja opinberlega: Er þetta ekki grín? Sérstaklega myndin neðst til vinstri.

Ljóð dagsins er svo eftir sjálfan mig og heitir „Skilaboð frá Svíþjóð“:

EKKI TIL EN
VÆNTANLEGT
HAFÐU
SAMBAND VIÐ
AFGREIÐSLUFÓLK
Feis!

4 thoughts on “IKEA – sjáumst í næsta lífi!”

Lokað er á athugasemdir.