Menningin sefur ei

Í nótt átti ég erfitt um vik að sofna vegna ýmissra áleitinna umhugsunarefna er að mér sóttu. Um þrjúleytið virtist ég ekki geta náð vissu klassísku tónverki sem ég kom ekki fyrir mig úr höfðinu. Fyrir því settist ég inn í eldhús og fékk mér Rice Krispies, því á nóttunni nennir maður aldrei að fá sér neitt almennilegt. Þá varð ég þess var að tónlistin kom að ofan, það var nágranninn sem þannig dreifði menningunni um allt húsið. Menningin lét hátt í græjunum og mér leið afar notalega sem ég sat þarna í klassískt ómandi gegnumstreymi vitundarinnar og muldi Rice Krispies milli tannanna. Varð mér þá ljóst að menningin starfar á afstæðu tímabelti.

Börn að leik á vordegi

Það er afskaplega fallegt veður þótt eilítið svalt sé. Börnin leika sér áhyggjulaus úti með vatnsbyssur, sem því miður er ástæða þess að ég get ekki lesið úti, eins leiðinlegt og það er að segja það. Þau vekja nefnilega upp tvær ólíkar kenndir: Annarsvegar góðar minningar úr manns eigin æsku, hinsvegar þá tilfinningu að sá tími er liðinn og að nú má maður ekki vera barn lengur. Ég héldi ekki athyglinni, raunar er hugurinn þegar farinn á flakk eftir aðeins fimm mínútna veru úti á svölum. En mikið öfundar maður börnin á dögum sem þessum. Nú er líka þeirra árstími kominn. Það var svo frábært að vera barn.

Lag dagsins er Hoppípolla með SigurRós. Textann má finna hér.