Tvær gamlar konur

Ég rak augun í bók uppi í hillu hjá mömmu, „Tvær gamlar konur“ eftir Velmu Wallis. Ég ætla að gera ráð fyrir að þetta sé frábær bók og lesa hana. Við tækifæri, að sjálfsögðu. Hvernig ætti ég að geta lesið bókina án þess að hafa tækifæri til þess að lesa hana?

Annars er ég hættur að gera ráð fyrir að próflokin verði líkust villtri rokkokóveislu í skógarlundi, með dansandi satýrum og nöktum madonnum í rósarólum, ungum mönnum í kakílitum kjólfötum með pípuhatta í villtri sveiflu við lagið Olsen Olsen (9,3 mb. erlent), allir grillaðir af absynthe og ópíum. Ég er hættur því einfaldlega vegna þess að meðan téð veisla fer fram verð ég enn ekki búinn í prófum. Ég kem að auðum lundinum daginn eftir.