Þarf nokkurs meira við?

Þau á Egginni duttu niður á nokkuð hér.

„… the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that.“

„15 dollarar fyrir megawatt-stund eru um það bil 1 króna fyrir kílówattstundina, eða, til samanburðar, um áttundi hluti af því sem íslensk heimili borga.“

Mér sýnist að einhver sé heimaskítsmát. Maður skyldi spyrja sig hvort þær 30 terawattstundir sem falboðnar eru til stóriðju í nafni Íslendinga eigi að fara á sama verði! Hver einasta lækjarspræna á landinu, sem þarf til að ná þeirri orkuframleiðslu, virkjuð fyrir krónu á kílówattstund. Ansi gæfulegur bisness. Alcoa eyddi svo fréttinni, líkt og umhverfisráðuneytið breytti ávarpi ráðherra á orkuþingi eftir á (sjá Draumalandið e. Andra Snæ Magnason). Hér má finna afrit af fréttinni sem Alcoa eyddi og vitnað er til á Egginni.

Ekki láta þetta viðgangast. Bregðist við, fyrst hér, svo hér og hér. Við erum ekki að fá borgað fyrir stóriðjuna, við erum nánast að borga með henni! Og hvað verður svo um hálendi Íslands? Hvað verður hér eiginlega eftir? Bregðist við, þetta skiptir máli.

Svefnleysi

Mér kom ekki dúr á auga í fyrrinótt, svaf örstutt núna í nótt. Skil ekki hvers vegna ég þjáist af þessum svefnörðugleikum. Sér í lagi í gær þegar ég var alls ósofinn, og það eftir ellefu tíma vinnudag, að mér tókst ekki að sofna. Ég lá í rúminu frá klukkan níu í gærkvöldi en sofnaði ekki fyrr en í fyrsta lagi upp úr klukkan þrjú. Vaknaði svo klukkan sjö. Safnið til klukkan fimm. Sem betur fer fæ ég að sofa lengur á morgun – ef ég þá sofna, sem er aldrei að vita.