Ævintýri – flótti

DraumurÍ gærkvöldi réði ævintýraþráin för er við Alli stungum af úr bænum og keyrðum um landsbyggðina, frá klukkan sex til miðnættis. Það hefði ekki skipt neinu máli hvaða stefnu hann hefði ákveðið að taka, hvert á land sem duttlungar bílstjórans hefðu borið hann, ég hefði farið með honum án þess að mótmæla, hvort heldur sem ætlunin hefði verið að snúa til baka samdægurs eða aldrei.

Nóttin einkenndist öðrum þræði af undanhaldi, þreytan flúin inn í draumalandið, þar sem flóttinn hélt áfram fyrst frá ófreskjum og þaðanafverra, þvínæst við hversdagslegri og jafnframt ógnvænlegri váir.

Morguninn var mismunur stemninga þessara tveggja. Ég vaknaði í fullkomnu hlutleysi, nær tilfinningalaus gagnvart enn öðrum degi sumarlauss sumars, og arkaði af stað til vinnu. Þar átti ég ágætan dag eins og iðulega. En í kvöld veit ég að aftur knýr löngunin til flótta dyra hjá mér, í sömu andrá og ævintýraþráin gerir vart við sig. Það er nefnilega oft þannig, að það er ævintýraþráin sem rekur flóttann og öfugt. Á þessu tvennu er minni munur en við viljum telja okkur trú um á góðum dögum, og enn meira sameiginlegt.

Lag dagsins er Far from me með Nick Cave.