Laugardagskvöld og SigurRós

Ég hafði aldrei farið á tónleika með SigurRós fyrr en í gærkvöldi. Nú veit ég að ég mun fara á fleiri.

Laugardagskvöldið var afar mikið ‘touch-and-go’ kvöld, var síflakkandi á milli fólks. Hitti fyrst Kára, þá Lárus, þá Baldur og Ármann, þá Silju, Tótu og Rannveigu, næst hittum við Silja þá Bjössa og Dofra.

Fyrsta lexía kvöldsins: Ekki gera þetta, haldið ykkur við einn hóp.

Önnur lexía kvöldsins: Það fást tveggja lítra bjórkönnur á Kaffibrennslunni fyrir tólfhundruð kall. Tveir fyrir einn svo að segja. Maður þangað.

Fyrsta leiðrétting kvöldsins: Ég er ekki alvarlegur, ég bara tek ekki gríni.

Önnur leiðrétting kvöldsins: Það er talsverður munur á að vera vingjarnlegur eða á fjörunum. Treysti því að enginn haldi að ég hafi verið hið seinna.

2 thoughts on “Laugardagskvöld og SigurRós”

  1. Hæ. Gott að þú hafir notið englanna á sunnudaginn. Það gerist varla betra en að sitja með teppi, kaffibrúsa, sígó og vini á sumarkvöldi með Sigur Rós fyrir framan sig.
    Ég hitti Bjössa á föstudagskvöldið, reyndi að kíkja á Celtic seinna meir, en þá varstu farinn..
    take it easy

Lokað er á athugasemdir.