Ink Spots

Er dásamleg hljómsveit. Ég hef sökum dálætis míns á þeim ákveðið að gera hér fáanleg tvö lítil lög með þeim (hægrismellið og veljið „save target as“):

When The Swallows Come Back To Capistrano

Maybe

Svo er hér textinn úr fyrra laginu:

When the swallows come back to Capistrano,
That’s the day you promised to come back to me;
When you whispered, „Farewell“ in Capistrano,
‘Twas the day the swallows flew out to the sea.

All the mission bells will ring
The chapel choir will sing
The happiness you’ll bring
Will live in my memory

When the swallows come back to Capistrano,
That’s the day I pray that you’ll come back to me.

Fróðleiksleit

Mér finnst dálítið gaman að því hversu margir enda á mínum síðum viku hverja í leit að fróðleik um norræna goðafræði og önnur sambærileg fræði. Leit að Snorra-Eddu glósum og fróðleik um Tristranskvæði hafa verið sér í lagi áberandi upp á síðkastið (flestir leita raunar að Tristanskvæði). Einhvern tíma vísaði ég jú á haldbærar glósur úr Eddunni góðu, en nútildags mæli ég heldur með því að fólk lesi bara bókina. Í versta falli leiðist því bókin og fær hærri einkunn á prófi.
Nú, svo finnst mér nokkuð skondið ef menntaskólanemar víðsvegar um landið eru að hagnast á þessum uppgreftri mínum á fróðleik um Tristran og Ísold. Þar hafa menn grundvallarupplýsingar um uppruna, raunar tiltölulega auðvelt að finna. Þá geta menn líka besserwisserast um rússnesku þýðingu kvæðisins eftir að ég hef gengið úr skugga um að hún sé rétt og fengið gott fyrir það í kladdann, þótt ef til vill reyndist þeim erfiðara að lesa það upp ef þess yrði krafist. En ég hef bara gaman að þessu. Er að hugsa um að reyna að gera umfjallanir um þjóðsagnaskepnur að föstum lið hérna. Hver veit nema menn komi þá hingað inn í leit að skoffínum og þess háttar kykvendum.