Við étum grind og spik

Nú príla menn hver yfir annan á kommentakerfum bloggsíðna hafandi eftir nákvæmlega sömu frasa um hvalveiðar og næstu menn á undan. Það er ástæða fyrir því að ég nenni varla að tjá mig um þær.

Mér finnst allt í lagi að veiða þetta, á sömu forsendum og mér finnst allt í lagi að veiða aðrar skepnur. Ég rakst hins vegar á þessa vefsíðu gegnum Hildi. Það er afskaplega auðvelt að missa sig, og meðan mér sýnist engin vitsmunaleg umræða geta átt sér stað, þá er kannski bara betra að sleppa þessu.

Kominn í loftið

Kaninkan loksins komin í loftið aftur.

Í fyrramálið flyt ég erindi um stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum á málstofu Vinnueftirlitsins. Ég vona bara að mér hafi tekist að uppfylla allar kröfur á sama tíma og ég get kannski bent á eitthvað nýtt.

Auður Lilja, Kári, Sverrir og Óli Gneisti útskrifuðust öll á laugardaginn og óska ég þeim öllum til hamingju aftur. Veislan var hin best heppnaða, í það minnsta lamdi Freyr engan, og ég þakka fyrir mig. Talaði aðeins við Ármann um gubb. Honum tókst nefnilega að eyðileggja fyrir mér allan fyrripart laugardags með einhverju gubbblæti í Víðsjá, get svosum kennt sjálfum mér um að hafa hlustað.

Annars fer allur dagurinn hjá mér í að vinna í verkefni dauðans. Mun ég af þeim sökum taka það óstinnt upp ef einhver hringir í mig til að freista mín með einhverjum bæjarferðum.