Kominn í loftið

Kaninkan loksins komin í loftið aftur.

Í fyrramálið flyt ég erindi um stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum á málstofu Vinnueftirlitsins. Ég vona bara að mér hafi tekist að uppfylla allar kröfur á sama tíma og ég get kannski bent á eitthvað nýtt.

Auður Lilja, Kári, Sverrir og Óli Gneisti útskrifuðust öll á laugardaginn og óska ég þeim öllum til hamingju aftur. Veislan var hin best heppnaða, í það minnsta lamdi Freyr engan, og ég þakka fyrir mig. Talaði aðeins við Ármann um gubb. Honum tókst nefnilega að eyðileggja fyrir mér allan fyrripart laugardags með einhverju gubbblæti í Víðsjá, get svosum kennt sjálfum mér um að hafa hlustað.

Annars fer allur dagurinn hjá mér í að vinna í verkefni dauðans. Mun ég af þeim sökum taka það óstinnt upp ef einhver hringir í mig til að freista mín með einhverjum bæjarferðum.