Það hljómaði fyndið þá

„Þá er þess væntanlega ekki langt að bíða að gerð verði úttekt á eldhúsinu mínu í Fréttablaðinu og fjálglega rætt um matseldarhæfileika mína. Þá geri ég kannski eins og bróðir minn gerði í DV fyrir hálfum áratug og lýg því að kókómjólk sé fastur liður í minni eldamennsku.“
Bloggið um veginn, 15. nóvember 2006.

Mér datt í hug að rifja þetta upp. Klukkan átta í kvöld hafði ljósmyndari Vikunnar lokið sér af við að mynda jólasteikina mína. Tímaritið kemur út á fimmtudaginn í næstu viku, viðtal og myndir. Ég eldaði ekki upp úr kókómjólk, en steikin bragðaðist vel engu að síður.

Ég þori ekki að spá fyrir um fleira, er hættur að spá fyrir um framtíðina. Hætti á toppnum.