Konungsbók

Valdemar, ungur og bláeygur íslenskufræðingur, heldur til náms í Danmörku og finnur þar fyrir landa sinn, gamlan prófessor, sem er heillum horfinn enda býr hann yfir skelfilegu leyndarmáli sem tengist ævafornri höfuðgersemi íslensku þjóðarinnar – Konungsbók Eddukvæða. Leyndarmálið leiðir prófessorinn og lærisvein hans í mikla háskaför um þvera Evrópu – inn í skjalasöfn og grafhýsi, fornbókasölur og fátækrahverfi – þar sem mannslíf eru léttvæg fundin.
Þetta er mögnuð og spennandi saga um hverju má fórna – og hverju verður að fórna – fyrir dýrustu gersemar kynslóðanna.

Ég hef legið í hláturskrampa yfir þessu núna í dálitla stund. Er þetta ekki einhvers konar grín? Allavega bætist hér við fjórða skáldsagan á óskalistann fyrir jólin, og verður þá fyrsta (og líklega síðasta) bókin sem ég les eftir Arnald Indriðason.