Komment

Ég fordæmi Blogger fyrir að leyfa mér ekki lengur að kommenta á síður með ruslvörn. Ég kommenta þá bara hér í staðinn.

Jú, Grófarhús í Tryggvagötu er vissulega aðalbygging Borgarbókasafns, við hlið Listasafns Reykjavíkur. Hýsir einnig Ljósmyndasafn Reykjavíkur, þar sem ég vænti þess að Nýhilsýningin verði, auk Borgarskjalasafns. Þar dett ég í það með bókavörðum á föstudaginn, svo ég geri ráð fyrir að geta slagað gegnum sýninguna í leiðinni.

Hvað sem flissi svo annars líður fannst mér Blockrocking Beats-pælingin vel verðskulda fliss. Ég flissaði sjálfur. Fliss er gott, eins og komið hefur fram.

Tunglið

MánaskinVesturbærinn er sérlega íslenskur staður sé miðað við hina hluta Reykjavíkur. Það er mjög sérstaka stemningu að finna hérna í engu skjóli frá norðanáttinni, í námunda við höfnina, innanum veðurbarin hús meðfram sjávarsíðunni og litlar götur sem norðurljósin lýsa upp í hvívetna. Það er mjög gott að ganga hérna um, litast um, skoða.

Á slíkri göngu álpaðist ég niður að bryggju hjá slippnum. Tunglið var svo lágt á lofti að hefði það verið lægra hefði Esjan yfirskyggt það. Og það var stórt, hjálpi mér. Hafið maraði fullkomnlega stillt í höfninni fyrir utan einstaka gáru frá bryggjustólpunum, og tunglið endurspeglaðist tvöfalt að stærð í leginum, meðan bátarnir sváfu undir stjörnunum rólega vaggandi. Norðurljós skinu undan skýjum við og við, freri á jörð.

Ég greip andann á lofti, svo mögnuð var tilfinningin. Og meðan ég hugsaði um framliðna sjómenn skaut upp í huga mér ljóði, sem mjög svo kaldhæðnislega er úr tölvuleik, ó vei hinni 21. öld. Ljóðið ber engan titil, en það mun vera samið af Tim Schafer. Leikurinn heitir Grim Fandango.

It shone, pale as bone
As I stood there alone
And I thought to myself how the moon,
That night, cast its light
On my heart’s true delight,
And the reef where her body was strewn.

Afsakið truflanir

Góðar hugmyndir koma þegar síst þú átt von á þeim. Þá er að grípa andrúmið meðan það gefst. Eiginlega er þetta fíflalega einfalt en fáránlega flókið samtíðis. Mig langar í bjór (nei, það er ekki hugmyndin).

Ég vek athygli á að mig skortir kaffivél ef ég á að lifa af veturinn, frjáls framlög leggist inn á 515-26-850602, kt.: 011184-2359. Vek einnig athygli á að mér finnst tölur einstaklega heillandi leið til firringar. Í MS var ég einstaklingur 180629. Slík númer eru samt einmitt til þess fallin að svipta mann einstaklingstilfinningunni.

121206 ræddi 0111842359 úr 173.168.1.35 um 180629. Minnir mig á setningu úr þeirri ágætu (en stærðfræðilega órökréttu) kvikmynd π: The whole world can be conveyed through numbers. Hálf drungaleg tilhugsun, er það ekki? Einhvern veginn (af hverju þá?) er það samt töff.