Orð dagsins

Er rosmhvalur, í tilefni af þessari frétt.
Forliðurinn rosm á sér hliðstæður bæði í nýnorsku (rossmal/rossmar) og gamalli dönsku (rosmer), og rekur ættir aftur til fornháþýska orðsins ros(a)mo, sem merkir ‘rauður eða rauðbrúnn litur’ samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal, og vísar því til litar rostungsins.
Forliðurinn rost í því orði er kominn úr norsku og ber svipaða merkingu og rosm. Orðið er skylt fornháþýska orðinu rost, eða ‘ryð’, og er ekki notað lengur. Líklega þekkja lesendur best enska samsvörun orðsins, rust, sem einnig merkir ‘ryð’.