Monthly Archives: mars 2007

Exhibisjónismi 4

Í kvöld sem önnur kvöld hélt ég út í hverfisverslunina, í leit að næringu fyrir hylkið mitt, til mótvægis við þá andlegu sem hugurinn nýtur beint í æð við lestur á námsefni. Í búðinni var fyrir allskonar fólk, þar á meðal þrjú ungmenni. Voru það stúlka og tveir piltar – annar ógeðfelldari en hinn – […]

Af Bréfum til Sólu Slökkt á athugasemdum við Af Bréfum til Sólu

Mig grunar að hinir hrifnæmu vildu helst ekki vita mikið um samband Þórbergs og Sólu áður en þeir lesa bréfasafnið, sér í lagi ekki hið eina réttnefnda Bréf til Sólu í allri sinni 70 blaðsíðna heift, sem af einhverjum ástæðum var ekki gefið út með hinum. Síst mun þeim sömu hugnast að kunna skil á […]

Mætti ég biðja um tuttugu ár í viðbót? 9

Ég fór í þrjá skóla í dag í þrenns konar erindagjörðum, þann sem ég nem við sem stendur og tvo sem ég nam við áður. Í þeim þriðja átti ég sérstakt erindi við fyrrum kennara minn sem síðar kenndi mér einnig að aka. Allt þrennt var með eindæmum ánægjulegt, gott ef sólin skein ekki í […]

Litlu hlutirnir Slökkt á athugasemdum við Litlu hlutirnir

Litlu hlutirnir skipta öllu máli. Sú afstaða hefur komið nokkuð sjálfkrafa til mín að undanförnu. Um daginn leit himinninn svona út. Degi síðar komu svölurnar aftur til Capistrano. Mitt í þessu öllu virðist á flestum stöðum vera að birta yfir. Það er kraðak allt um kring en gangnasjónin fer að vissu leyti minnkandi. Hvort ég […]

Hvor Islændinger kan best li’ at købe Slökkt á athugasemdum við Hvor Islændinger kan best li’ at købe

Sannarlega eru danskir dagar, og ekki aðeins í Hagkaupum. Í hönd fer át alvöru dansks lasagne, eins og hin danska herraþjóð eldaði fyrr á öldum, hverju skolað verður niður með Slots, uppáhaldsöli sérhvers sanns konungsholls Dana. Ekki síst vegna þess hversu ódýr hann er. Carlsbergrónar verði dæmdir landráðamenn og skotnir. Það er dálítið sérstakt, svo […]