Af sperðlingum og moggabloggi

Mér finnst ég alstaðar vera að rekast á umræður um pylsur/pulsur. Málið er mjög einfalt, sbr. Pylsa er upprunalegur ritháttur, en /pilsa/ er unglegur framburður. Hefðarinnar vegna er því tækast að skrifa pylsa en segja pulsa.

~
Annars mæli ég með moggabloggsíu Konráðs. Hún er einföld í uppsetningu og forðar notendum frá heilatæringu af völdum almennrar lúnasíu, einnig nefnt Kvitt!;)syndróm.