Munnlegt próf

Það er naumast hvað maður getur aldrei komið neinu útúr sér þegar mest á ríður, svo eftir einn bjór á barnum þarf heila herdeild til að þagga niður í mér.

Þartil ég heyri rök fyrir öðru verð ég að vera sammála Antoni um að best væri að deila [sic] bókmenntasögunni uppí tvo 2.5 eininga áfanga. Þannig væri hægt að fara ítarlegar í hvorn hluta um sig og staldra aðeins við, án þess að minnka neitt við hið flennimikla lesefni.

Ekki að ég sé að kvarta. Almennan í lögfræðinni mun vera 9 einingar og lesefnið eftir því. Þá missa sig sumir og leggjast í kör. Sjálfsagt er þannig haldið á spöðunum til að búa til síkkopatafjöld handa útskriftarnemum að verja, búa til eftirspurn til að anna framboði o.s.frv. Hagfræðin afturábak. Svona get ég nú verið víðsýnn.