Í Suðursveit

Helginni varði ég á Hala í Suðursveit. Það var ferð sem seint mun líða mér úr minni, enda ekki á hverjum degi sem sveitarómantík sameinast epísku fylleríi. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Þórbergsseturs, fyrir að takast alltaf jafnvel upp við að draga fram bláa litinn í augum mér, svo og að sjálfsögðu honum Svavari, fyrir tilþrif sem seint verða toppuð.

Eftir jafn dásamlega helgi er ekki laust við að mann langi helst til að umvefja sig sæng, tylla kettinum ofaná og éta nammi, meðan maður bíður þess að Hollywood uppfylli allar manns lífsins þrár og drauma. Eftir þessa epík liggur lífið niðrávið, það er alveg á hreinu.

9 thoughts on “Í Suðursveit”

  1. Ef fólk hefur ekkert betra að gera en benda á innsláttarvillur á þessari síðu, þá þau um það. Hitt er svo annað mál að mér gæti ekki verið meira sama um þær.

  2. Svona, svona. Engin ástæða til að vera viðskotaillur. Það er bara skemmtilegt að dvölin á heimaslóðum skáldsins skyldi fylla þig þessari andakt.

  3. Ja takk æðislega fyrir góða helgi! eheh verður seint toppuð á þessu ári held ég:)

  4. Eða yfirleitt. Ég eiginlega krefst þess að stofnuð verði verðlaun Mímis fyrir dólgslæti. Þau gætu heitið Surturinn og verið veitt árlega.
    Þakka þér sömuleiðis, ég eiginlega er gráti næst að komast ekki með til Færeyja. En við höldum bara okkar eigin útskriftarferð þegar þar að líður!

Lokað er á athugasemdir.