Hafnarfjörður

Ég dey. En hérna er ég.
Ég kveð Öldugötuna með þjósti, í tuttugu kílómetra fjarlægð frá næsta (almennilega) öldurhúsi sem ekki er troðfullt af víkingabastörðum, þótt slíkt lið fyrirfinnist líka í Reykjavík.

Ég hef pönkast mjög undan þeirri ráðstöfun að flytja hingað og gert því skóna að í stað Esjunnar fengi ég Keili útum stofugluggann. Raunar er það sama Esjan, Keilir er hinumegin. Annars finnst mér Hafnarfjörður hinn fallegasti bær (svona sá hluti sem ég bý í). Og í raun væri Hafnarfjörður frábær valkostur við Reykjavík ef hann væri ekki alveg ofaní henni. Væri hann, segjum, í Mosfellssveit, eða bara einhversstaðar úti á landi, þá væri Hafnarfjörður raunverulegur kostur. En því miður, þá er Reykvíkingi ekki sæmandi að flytja svo skammt frá heimaslóðum sínum. Allt eða ekkert.

Jamm.