Að gera [sic] rannsókn

Fátt mun ungum manni hollara en láta letina lönd og leið og drífa sig út í hinn stærri heim að gera rannsókn. Hef troðið fætinum inn hjá einum skóla og vantar annan, en það er í vinnslu. Rannsóknir eru skemmtilegar.

Því miður hef ég ekki staðið mig sem skyldi á þessari önn. Eins og staðan er mun allur tími minn fara í rannsóknina sem annars hefði farið í að læra hljóðskiptaraðir og greiningarlíkön. Guð hvað ég er feginn, á furðulegan verðandi-étinn-lifandi-af-bankanum hátt. Sýnir að hamingja er óháð peningum.

Nei, annars. Það gerir það ekki.