Tárin við Rauðavatn

Jájá. Nú „loga bloggheimar“. Hef verið að horfa á beina útsendingu hér í vinnunni. Það skyldi þó aldrei vera að fólk dæmi aðstæður öðrum hvorum í vil án þess að vita nokkuð um aðstæður á svæðinu? Sómi lands og skjöldur mætir svo auðvitað á svæðið á einkabílunum til að kasta eggjum í sérsveitina. Flottir. Mætti kannski minna fólk á að hér er meðal annars verið að mótmæla hvíldarskyldu atvinnubílstjóra? Og hverju öðru en álögum á eldsneyti, því þær eru svo hræðilegar. Þeim skyldi þó aldrei detta í hug að hækka sínar eigin álögur á móti? Nei, þetta er svo miklu sniðugra.