Nútímalist

Helsti gallinn við þá sem krítísera „nútímalist“ sem eitthvert eitt fyrirbæri er að þeir virðast sjálfkrafa gera ráð fyrir að allir andmælendur þeirra hljóti að njóta allrar slíkrar listar en ekki einstakra verka. Í stað þess að uppbyggileg umræða um list geti átt sér stað á hún því til að hringsóla innan þeirra þröngu mengja sem viðmælendur hafa kosið sér, a eða b.

Í mengi a er stakið allt, sem er „nútímalist“, og sama gildir um mengi b nema með öfugum formerkjum; a er á allan hátt neikvætt en b er á allan hátt jákvætt, og mengin geta ekki skarast.

Þessi hugsunarháttur lyktar ekki síður af alræðishyggju en það gerir af þröngsýni, nema í þessu dæmi snýst það við hinu hefðbundna skema: Þeir sem ekki eru á móti í þessu tilviki eru með „nútímalist“, og guð forði smáborgurum frá því að slík sjónarmið fái að heyrast.

Þeir sem enn hneykslast á t.d. píkum mega alveg stundum leiða hugann að því að ekki aðeins var þeim og sömuleiðis öllum öðrum þrýst gegnum píku í upphafi ævi sinnar, heldur einnig því að hálft mannkyn gengur með slíka í klofinu og að meirihluta hins helmingsins þóknast gjarnan að komast í tæri við þær, ef ekki til að skapa þá til að leika sér, og ef einhver vogar sér að finna milliveg eða önnur not fyrir þær er það samstundis kallað rúnk.

Það finnst mér alltaf jafn fyndið.