Bergshús III

Gátan leyst:

„Á neðra horni Bergstaðastrætis, vinstra megin götunnar (nr. 10), er nú risin nýbygging eftir Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt en þar var til skamms tíma Bergshús, lágt timburhús með miklu risi sem því miður hefur verið rifið. Það var eitt frægasta hús íslenskra bókmennta vegna frásagna Þórbergs Þórðarsonar í Ofvitanum. Þar var Baðstofan, þar sem margt var brallað, og þakglugginn sem Þórbergur notaði til að fylgjast með stjörnunni Síríusi og sýna elskunni sinni.“
– Guðjón Friðriksson, Indæla Reykjavík bls. 128.

Guðjón segir reyndar að Bergshús hafi staðið þarna til skamms tíma en samkvæmt Ofvitanum hafði það staðið í 45 ár þegar Þórbergur flytur inn árið 1909 – eða síðan 1864, og var þá þegar orðið sögufrægt. Í einhverri greina Sigfúsar Daðasonar um Þórberg segir hann svo að húsið standi enn. Elsta grein hans er frá dánarári Þórbergs, 1974. En Sigfúsi gæti skjátlast um það.

2 thoughts on “Bergshús III”

  1. Takk fyrir fróðleikinn. Ertu annars nokkuð að misskilja orðasambandið „til skamms tíma“, hvers merking er „þar til fyrir skemmstu“, ekki „um skamma hríð“. Þetta er algengur misskilningur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *