Úr hversdagslífinu

Í dag skoðaði ég elstu byggingu í Skandinavíu. Það er grafhýsi frá um 1060 undir 13. aldar klaustri í Árósum. Þaðan fór ég í dómkirkjuna til að kynna mér ærið flókna byggingarsögu hennar.

Eftir kirkjurúntinn fór ég á kaffihús og kveikti mér í pípu með sætu dönsku tóbaki. Gamall maður við hliðina á mér spurði hvort ég væri með nokkuð „sérstakt“ í henni, af því lyktin væri svo spes. Svo bætti hann við að það truflaði hann ekki neitt ef svo væri, hann spyrði bara fyrir forvitnissakir.

Síðar um daginn var ég staddur á hamborgarastað. Hálfógeðfelldur maður sem sat við hliðina á mér bað afgreiðsludömuna um sogrör. Svo fylgdist ég með honum í hryllingi lyfta brauðinu af hamborgaranum með rörið í viðbragðsstöðu. Ég hélt hann ætlaði sér að sjúga ostinn ofan af. En sem betur fer vildi hann bara plokka grænmetið af.

One thought on “Úr hversdagslífinu”

  1. Hvar fást svona sogrör – hamborgararnir hér á Fróni eru morandi í grænmeti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *