Pawel í hnotskurn

Einn af mínum uppáhaldshamborgurum var keyptur á McDonald’s árið 2007. Hamborgarinn er úr svona rauðu kjötlími sem rotnar ekki. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í kappáti, Ítalinn Stefano Baldini, át sig í annað sætið í hamborgarakappáti á móti Davíð Oddssyni. Svo góður var McDonald’s 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna.

En já, þarna var nýbyrjað að gefa svona fína hamborgara úr kjötlími. Eftir hrunið margumrædda var því tímabundið hætt. Árin 2009 og 2010 fengum við aftur hamborgara úr gamaldags hakki.

Bónusborgarinn frá 2010 endaði fljótt í söfnunargámi Fjölskylduhjálparinnar enda margir aðrir hamborgarar honum fremri. Ég hef vonandi gert líf einhverrar manneskju í stærð L örlítið bærilegra. En þannig geta orð eins og „bruðl“ verið mistæk. McDonaldsbruðlborgarinn frá 2007 hefur enst ómyglaður í bráðum sex ár.

Ég skal játa: Ég myndi helst vilja búa í landi þar sem fólk fær gefins rakadræga pólýesterboli. Ekki endilega vegna þess að ég dýrka þá út af lífinu heldur vegna þess að ég held að pólýesterbolir séu vísbending um að efnahagsumhverfið sé sæmilega heilbrigt. Ég vil sjá mynd af Bjarna Ben brosandi í pólýesterbol sem sýgur af honum hamborgarasvitann. Þá mun ég vita að við erum hættir í ruglinu.

Sjá: Fáum 2007 aftur.