Category Archives: Kvikmyndir

Meistaraverk æskuáranna III: She’s All That Slökkt á athugasemdum við Meistaraverk æskuáranna III: She’s All That

Sjá áður í syrpunni: I. Backdraft er ennþá málið II. Lilli klifurmús er sjálfselskur kúkalabbi. Aftur svindla ég á reglunum þar sem aldrei hefur verið hægt að halda því fram að She’s All That sé meistaraverk þótt mér hafi þótt hún áhorfanleg þegar ég var á fyrsta ári í menntó, auk þess að menntaskólaárin teljast […]

Meistaraverk æskuáranna I: Backdraft 1

Ég hef sennilega alltaf verið þannig týpa sem sá fortíðina í hillingum. Gott ef ég var ekki harðlega ásakaður um nostalgíu fimmtán ára í unglingavinnu á Borgarspítalanum. Sennilega hafði ég sagt eitthvað um að ef (og aðeins ef) DVD-diskar tækju við af spólum, þá yrði engin stemning lengur í því að fara á vídjóleigur. Já, […]

L’étranger e(s)t le monstre 2

Að skipta úr Edgar Allan Poe yfir í Rudyard Kipling er einsog að koma ofan af Vatnsskarði í blindbyl niður í Skagafjörð um sumar. Þar á ég við ritstílinn en ekki efnið. Öll viðbrögð ég-sins (allar söguhetjur Poes eru ég) í The Fall of the House of Usher (ekki „tónlistarmannsins“) eru yfirdrifin, úr samhengi við […]

Hvað er skrímsli? Slökkt á athugasemdum við Hvað er skrímsli?

Hvað er skrímsli? Sé íslenska orðinu slegið upp í Google finnur maður myndir úr skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur og Disneymyndinni Monsters Inc., en einnig koma fram myndir af einni ófreskjunni úr myndinni El laberinto del fauno og meintu skrímsli sem skolaði upp í fjöru í Montauk fyrir fjórum árum sem ég fæ ekki betur séð en […]

Vampírur og skrímsli Slökkt á athugasemdum við Vampírur og skrímsli

Bloggið er hinn nýi tjáskiptamiðill er hinn gamli tjáskiptamiðill. Einu sinni þótti bloggið sjálfhverft. Það var löngu fyrir daga Facebook. Ég held ég taki Ingólf mér til fyrirmyndar og bloggi hugleiðingar mínar um ýmis viðfangsefni mín. Eða – ég hef lengi ætlað mér að gera það, og var byrjaður að ætla að gera það enn […]

Stephen King er hetjan mín Slökkt á athugasemdum við Stephen King er hetjan mín

Við vitum öll hvað í vændum er þótt enginn vilji horfast í augu við það. Fólk lýgur að sjálfu sér, leiðir hið óhjákvæmilega hjá sér, segir við sjálft sig að þetta muni fjandakornið aldrei verða – við sjálft sig, vegna þess að það vogar sér ekki einu sinni að impra á því við aðra manneskju. […]

Gremlins 11

Í gærkvöld horfði ég á Gremlins í fyrsta skipti í mörg ár. Á meðan ég mundi nákvæm smáatriði í mörgum senum, meiraðsegja tónfall sumra setninga, þá var ýmislegt annað sem ég hafði ekki veitt sérstaka athygli fyrren nú: • Þemalag myndarinnar er miklu meira eitís en ég hafði gert mér grein fyrir, þó vissi ég […]

The truth is out there 4

Um daginn – lesist fyrir uþb þrem vikum eða mánuði – leiddist mér nógu mikið til að þræla mér gegnum kvikmyndina The Arrival með Charlie winning Sheen. Í miðri myndinni kynnist hann loksins aðalaukapersónunni sem áhorfandinn hafði fengið að fylgjast með inná milli. Hann neitar henni um kynlíf og svo bara sisvona er hún stungin […]

Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #3 10

Sixth Sense – uppljóstrunin stendur ekki í röklegu sambandi við söguþráðinn Aðalatriðið í draugafræðum aðalpersónunnar, Cole Sear, er að þeir vita ekki sjálfir að þeir eru látnir. Það eitt og sér er nógu einkennileg hugmynd, einsog ég mun útskýra. Í lok myndarinnar uppgötvar geðlæknirinn hans, Dr. Malcolm Crowe, að hann lifði ekki af skotárás sem […]

Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #2 8

Citizen Kane – forsendan er ekki til staðar Síðasta orð Kanes áður en hann deyr í upphafsatriði myndarinnar er Rosebud. Þetta virðist vera á allra vitorði og fyrr en varir er blaðamaður kominn á fullt við að reyna að finna út úr því hvað orðið merki. Vandamálið Það var enginn til staðar til að heyra […]