Um höfundinn

Arngrímur Vídalín heiti ég og er fæddur í Reykjavík árið 1984. Ég er lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, doktor í íslenskum bókmenntum fyrri alda frá Háskóla Íslands (2017), með Cand.Mag.-gráðu í norrænum málum og bókmenntum frá Árósaháskóla (2012) og B.A.-gráðu í íslenskum bókmenntum og málfræði frá Háskóla Íslands (2010). Þá er ég rithöfundur og ljóðskáld og starfaði til fjögurra ára sem bókavörður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Auk þess starfa ég reglulega sem prófarkalesari.

Ég hef gefið út eina skáldsögu, fjórar ljóðabækur og hálfa auk eins handrits eftir Þórberg Þórðarson. Ljóð eftir mig hafa verið þýdd yfir á ensku og þýsku – nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni fict.is. Þá hef ég einnig skrifað um bókmenntir á Starafugl, Kistuna og Tíuþúsund tregawött, rit sem nú eru dáin drottni sínum, og var um skeið fastur pistlahöfundur á Smugunni. Sumar þessara greina má finna hér.

Til að hafa samband við mig má senda tölvupóst á arngrimurv [hjá] hi.is og því verður svarað eins fljótt og auðið er.

Allt efni á þessari síðu er © Arngrímur Vídalín. Vinsamlegast virðið þær takmarkanir á notkun síðunnar og hafið samband ef þið eruð í vafa.