Grasagarður og bjöllur

Vatnaliljur í blóma og fullt af gullfiskum og froskum í tjörninni sem sá skapmikli horfir á.
Vatnaliljur í blóma og fullt af gullfiskum og froskum í tjörninni sem sá skapmikli horfir á.
Bambusinn hefur vaxið - krakkar að fylgjast með risastórri blárri drekaflugu sem vildi ekki festast á mynd.
Bambusinn hefur vaxið - krakkar að fylgjast með risastórri blárri drekaflugu sem vildi ekki festast á mynd.
Bláa drekaflugan er til hægri á myndinni, ef vel er að gáð!
Bláa drekaflugan er til hægri á myndinni, ef vel er að gáð!
Það var heitt!
Það var heitt!
Tvær bjöllur.
Tvær bjöllur.

Leikfimi og grasagarður

Gærdagurinn leið og var allt í einu liðinn, það sem stóð upp úr var að sá skapmikli fékk að prófa einn tíma í krakkaleikfimi – hann er of ungur til að taka þátt!  Leikfimin er fyrir 3-5 ára krakka, hann hefði alveg getað allt sem átti að gera, en vildi það ekki.

Setning gærdagsins var sögð við kvöldmatarborðið þegar frúin sagði við þann skapmikla „hættu að setja pylsuna í augað á þér!“

Í dag voru þau keyrð sem þess þurftu og eftir það litu frúin og sá skapmikli í Rúmfatalagerinn hér – hann er álíka og ef svoleiðis búð yrði opnuð á Kópaskeri, með fullri virðingu fyrir Kópaskeri.  En þar fæst næstum því ekkert – stefnt að því að fara seinna í stærri búð.

Svo fór frúin með þann skapmikla á kvennamorgun, þar var mikið spjallað.  Ein amerísk frú mætir alltaf, hún hefur búið hér undanfarin 7 ár og talar ekki þýsku – en af alkunnri amerískri þekkingu veit hún allt um þýskt þjóðfélag og segir hiklaust við þýsku konurnar að þær viti ekkert um hvað þær séu að tala – hún viti þetta alveg!  Dýrlegt.

Eftir mat og heimanám gengum við í grasagarðinn með vatn og nesti, skoðuðum vatnaliljur í blóma og froska og allir fengu að vera berfættir.  Mikið stuð og nokkur skordýr veidd.

Bóndinn kom heim á áttunda tímanum eftir fundarhöld í dagslok, allir heitir og sveittir eftir góða veðrið, tæpar 30 gráður í dag.

Myndir af engisprettum

Horft yfir dalinn ofan af Hohentringen.
Horft yfir dalinn ofan af Hohentringen.
Bærinn Entringen fyrir neðan kastalann.
Bærinn Entringen fyrir neðan kastalann.
Göngutúrinn búinn - misjafnlega mikið gengið af þeirri leið.
Göngutúrinn búinn - misjafnlega mikið gengið af þeirri leið.
Fleiri þreyttir fætur í hvíld.
Fleiri þreyttir fætur í hvíld.
Útsýnið frá Rosecke.
Útsýnið frá Rosecke.
Loðnir nautgripir sem við sáum á leiðinni frá Rosecke.
Loðnir nautgripir sem við sáum á leiðinni frá Rosecke.
Fyrsta engisprettan sem náðist í ferðinni.
Fyrsta engisprettan sem náðist í ferðinni.
Slakað á undir eplatré.
Slakað á undir eplatré.
Gæludýrið.
Gæludýrið.
Engisprettuleit.
Engisprettuleit.
Svona róðurkrossa má sjá mjög víða, sérstaklega utan við bæi þar sem fólk fer af stað í langferð.
Svona róðurkrossa má sjá mjög víða, sérstaklega utan við bæi þar sem fólk fer af stað í langferð.

Kastalar og engisprettur

Við fjölskyldan höfðum það frekar náðugt framan af degi í dag, stelpur lærðu að hoppa inn í snúsnú í staðin fyrir að byrja við bandið, dúllast úti á palli og inni fram að mat.

Eftir hádegið fórum við í bíltúr, fyrst var ekið upp að Hohentringen kastala sem er í jaðri skóglendis fyrir norðan borgina.  Þaðan var fallegt útsýni yfir dal einn mikinn og gögnuleiðir þar allt í kring.  Augljóst var að þetta er vinsæll áningastaður um hádegisbilið á sunnudögum, hjólreiða- og göngufólk auk þeirra sem komu á bílum.  Veitingastaður er á staðnum þar sem setið var úti í fallegu veðri.  Við gengum svolítið út með hryggnum en snérum við þegar stystu lappirnar gáfust upp.

Þaðan ókum við til Rosecke, sem er annar kastali með veitingasölu og göngustígum allt í kring.  Þar var líka afar fallegt og vínviður í hlíðunum fyrir neðan höllina.

Okkur fannst ekki við hæfi að borða nestið okkar við þessar veitingasölur, svo við ókum suðurfyrir borgina og áðum við Hirschau.  Þar lögðum við utan við kirkjugarðinn og gengum smá spöl, við fundum engisprettu og var það mikið fjör.  Eftir gönguferðina fundum við okkur stað í eplatrjáalundi og gæddum okkur á nestinu.  Eftir það fóru krakkarnir að veiða engisprettur og fundu eina sem var eins og gæludýr og flakkaði á milli lófa í rólegheitum.

Þegar heim var komið voru grillaðar pylsur og borðað úti í blíðunni, en í dag var ríflega 25 stiga hiti frá hádegi.

Ausandi rigning og fiðrildagerð

Dagurinn hófst með ausandi rigningu og  þrumuveðri.  Eftir að allir voru komnir á fætur hringdi kennari þeirrar sveimhuga og afboðaði fyrirhugaða sumarhátíð í skóginum norðan við Bebenhausen.  Dagurinn varð því skyndilega autt blað.

Krakkarnir fengu að fara út á svalir og prófa að vera léttklædd í hellidembu – það var gaman að sulla í pollunum og verða rennandi blaut – en kallaði á heitt kakó þegar inn var komið.

Næst á dagskrá var að fara í búð og skoða reiðhjól, en heilmiklar vangaveltur um þá reiðskjóta eru á heimilinu – ekkert var þó gert í þessari ferð.

Seinnipartinn fór fjölskyldan svo í listasafnið í Wanne, sem er hér í göngufjarlægð, Kunsthalle, en á bak við hana er skólinn sem stelpurnar fara í einhverntíma.  Gengum við svo hring í kringum hverfið.

Þegar heim var komið fóru börnin og frúin að föndra fiðrildi og blóm til að skreyta vegna afmælisins í næstu viku, á meðan bóndinn fór upp á bóndabæ að kaupa bjór beint af býli.

Eftir sænskar kjötbollur þreif frúin ísskápinn og krakkarnir horfðu svo á Regínu af diski – algjörlega uppáhalds myndin þessa dagana.  Hjónin spiluðu Fimm kórónur á meðan.

Sumarhátíð – myndir

Vinkonur - sú snögga og Eva, dóttir vinnufélaga bóndans.
Vinkonur - sú snögga og Eva, dóttir vinnufélaga bóndans.
Grillmatur snæddur í góðum félagsskap.
Grillmatur snæddur í góðum félagsskap.
Sá skapmikli í sandkassaleik, situr ekki í sandinum (skottið sést illa).
Sá skapmikli í sandkassaleik, situr ekki í sandinum (skottið sést illa).
Upptekinn við vinnu sína.
Upptekinn við vinnu sína.

Fimleikar og sumarhátíð

Í morgunsárið voru keyptar tátiljur á þá sveimhuga og hlaupa/fótboltaskór á þann skapmikla – auk helgarinnkaupanna.  Þann stutta tíma sem frúin og sá skapmikli höfðu heima fyrripartinn var hann klipptur og skartar nú skotti.

Eftir að stelpur voru sóttar var grauturinn etinn í snarhasti, því sú snögga átti að vera mætt á fimleikaæfingu klukkan tvö og sú sveimhuga klukkan þrjú.  Æfingarnar gengu vel og var voða gaman hjá þeim báðum, sá skapmikli að sjálfsögðu brjálaður yfir því að vera ekki líka í fimleikum.

Eftir seinni tímann var bóndinn sóttur og farið á leikskóla þeirrar snöggu þar sem sumarhátíð hófst klukkan fimm.  Hún byrjaði með trukki – því rétt þegar allt átti að fara í gang kom þrumuveður og ausandi rigning svo allir fóru inn á deildir í um hálfa klukkustund.  Svo slotaði regninu og hátíðin hófst.  Ýmsar stöðvar voru í boði, alls konar málningarvinna, föndur og leikir.  Sá skapmikli fann sér gröfu sem hægt var að sitja á  og moka og voru foreldrarnir vinsamlegast beðinir um að vera ekki að trufla hann við vinnuna.

Svo var grillað, fjársjóðsleit í einum sandkassanna og ís í eftirrétt.  Aldeilis frábær sumarhátið.

Þrif og smáfuglar

Föstudagsþrifum var flýtt um einn dag, þar sem morgundagurinn (og föstudagar héðan í frá almennt) verður mjög annasamur.  Þegar frúin og sá skapmikli komu heim frá skutlinu var verið að malbika í brot í bílastæðinu hér fyrir utan, svo við stóðum í um hálfa klukkustund á svölunum og fylgdumst með körlunum.

Svo var skellt í þriðja gír, þrifið, skipt á rúmum, þvegið og skúrað áður en stelpur voru sóttar.  Sú sveimhuga var óvenju snögg að læra svo eftir það var pakkað niður vatni og nesti og gengið niður í bæ.

Við héngum á leikvellinum í dágóða stund áður en lagt var af stað heim aftur – á meðan krakkarnir léku sér komu tveir spörfuglar og átu molana sem hrunið höfðu niður hjá krökkunum þó að ég sæti alveg ofan í þeim.

Við tókum svo strætó heim og höfðu pizzu í kvöldmatinn.