Hvurndagurinn – myndir

Enn fækkar tönnum.
Enn fækkar tönnum.
Timburkastali í Saurucken.
Timburkastali í Saurucken.
Þoka í morgunsárið á mánudaginn var.
Þoka í morgunsárið á mánudaginn var.
Dauða músin sem sá skapmikli fann.
Dauða músin sem sá skapmikli fann.
Klifrað í tré á leikvellinum hér heima, amerísk vinkona með.
Klifrað í tré á leikvellinum hér heima, amerísk vinkona með.
Krakkar grafin til skiptis í laufhrúgu.
Krakkar grafin til skiptis í laufhrúgu.
Og hent upp í loftið.
Og laufum hent upp í loftið.
Ruggustóll pússaður - hann var af svölum nálægrar íbúðar og er kannski ónýtur - en kannski ekki!
Ruggustóll pússaður - hann var af svölum nálægrar íbúðar og er kannski ónýtur - en kannski ekki!
Matarboð - krakkaborðið.
Matarboð - krakkaborðið.
Gestgjafinn og gestir.
Gestgjafinn og gestir.
Og fleiri gestir.
Og fleiri gestir.

Annríki hversdagsins

Þá er næstum því liðin vika frá því síðast og svo margt hefur gerst en þó ekki.

Á föstudaginn datt sjötta tönnin hjá þeirri snöggu, nú er hún ekki með neitt bit í framtönnunum (og þriðja framtönn í efri gómi að byrja að losna).  Stelpur fóru í fimleika og við á bókasafn.

Á laugardaginn vorum við ekki viss um hvað við vildum gera, það var ekki mjög skemmtilegt veður, blautt og hvasst,við fórum til Hirschau í leikjahöll þar sem eru hoppukastalar.  Krakkarnir skemmtu sér konunglega og við fengum versta eplasafa að drekka sem sögur fara af.

Sunnudagurinn var líka óráðinn, það átti að vera flugdrekahátíð í Österberg, en ekkert var í gangi þar vegna logns þegar við komum þangað eftir hádegið.  Því ókum við yfir til Breitenholz þar sem átti að vera flottur leikvöllur, hann fannst ekki svo við fórum til Entringen á góða leikvöllinn þar og lékum um stund.

Þaðan fórum við inn í Schönbuch í Saurucken þar sem voru villisvín og fínt leiksvæði í þægilegri göngufjarlægð frá bílastæðinu.  Við þurftum svo að vera komin frekar snemma heim, því við áttum von á gesti í mat.  Væntanleg barnapía er stúdent hér við háskólann, býr stutt frá okkur og er til í að passa einhvern tíma fyrir okkur.  Bóndinn fann sálarsystur í aðdáun á Folksmusik og skiptust þau á tónlist.  Krakkarnir voru yfir sig hrifin.

Á mánudaginn var heimanám og lítið annað gert.

Í gær skrapp frúin til litlu Ameríku með fyrrverandi nágrannanum og verslaði svolítið.  Bóndinn sótti krakka og dauð mús fylgdi með frá leikskólastígnum.  Eftir að frúin var komin heim fóru krakkar niður á leikvöll og léku í laufhrúgunni.  Foreldrafundur var um kvöldið og eru svoleiðis fundir ekki undir tveimur klukkustundum og mikið rætt – umræðurnar fara flestar fyrir ofan garð og neðan hjá frúnni, en kynninguna túlkaði hún yfir á ensku fyrir amerísku mömmuna.

Í dag var söngæfing í leikskólanum fyrir ljóskerjahátíð heilags Martins sem er 11. nóvember.  Krakkarnir búa til ljósker í leikskólanum og svo er gengið um skóginn og sungið.  Eftir sönginn léku krakkarnir sér á leikvelli við leikskólann og svo í laufunum hér heima.  Undir kvöld fórum við og ameríska fjölskyldan til einnar þýskrar fjölskyldu hér í hverfinu þar sem við vorum boðin í mat, yndælis laukböku og jólaís (með muldum piparkökum!).  Algjörlega ljúffengt!

Nú styttist í Íslandsferð og allir eru yfir sig spenntir.

Myndalaus færsla

og áfram líður tíminn, á mánudaginn fór að kólna fyrir alvöru hér.  Ástæða til að hafa húfu og vettlinga á morgnanna, skólinn gengur eins og vanalega og leikskólinn líka.

Á þriðjudagskvöld var foreldrafundur í leikskólanum, frúin skildi næstum því allt sem þar var rætt.

Í gær fengum við góða gesti, fyrrverandi nágranninn með drengina þrjá kom í heimsókn, kærkomnir gestir þar á ferð.

Í dag var föndrað, systur fengu glingurgerðardót í gær og var það notað í dag á meðan frúin kenndi þeirri amerísku garðaprjón, fyrsta stykkið er pottaleppur.  Spennandi að fylgjast með hvernig það gengur.

Frúin og sá skapmikli voru lengi á leiðinni í leikskólann í morgun, margt að sjá; borgarbíll með gulu ljósi á bílastæði – þurfti að vinka bílstjóranum, heimahjúkrunarkonan að fara á milli íbúða – vinka eins og á hverjum degi, ruslabíllinn að sækja gula ruslið – þurfti að horfa á þá taka poka við tvær blokkir og vinka þeim, þrír hundaeigendur þurftu sína athygli – sem og hundarnir þeirra, grein á jörðinni og flottir bílar.  Allt þarf sína athygli.

Reyndar eru ferðir til og frá leikskóla töluvert auðveldari núna en þær voru fyrst í september, þá voru tvær gríðarlegar hindranir á leiðinni.  Sú fyrri var rétt eftir að við fórum yfir á ljósunum við Philosophen Weg, þar er perutré þar sem mikið af perum lá á gangstéttinni og nauðsynlegt að stikla varlega á milli þeirra til að fá ekki klístur undir skóna og að forðast alla geitungana sem voru að éta perurnar.

Seinni hindrunin var rétt við leikskólann, þar er trönuberjatré og berin lágu á gangstéttinni.  Þar voru engir geitungar, en skelfilegt að fá rautt klístur undir skóna, svo það tók töluverðan tíma að komast þar í gegn.  Það er búið að þrífa perurnar af gangstéttinni og safinn úr trönuberjunum er þornaður.  Ekki meiri ógn þar fyrr en næsta haust.

Frúin og sú snögga sækja þann skapmikla saman þrisvar í viku – geysast niður að leikskóla á hlaupahjólum.  Frúin á hjóli þeirrar snöggu og sú á hjóli þess skapmikla, það er passlega mikið niður í móti til að ekki sé þörf á því að ýta sér mikið áfram, hjólin renna þetta frekar létt.  Svo fara systkinin á sínum hjólum aftur heim og frúin gengur með.  Fáránlega skemmtileg þessi hlaupahjól!

Sú sveimhuga er ánægð í skólanum, það gengur vel og ef hún einbeitir sér þá skilur hún næstum því allt sem kennararnir segja – þó það væri eini lærdómurinn sem hún næði að taka með sér heim eftir veruna hér, þá væri það gott.  Hún fékk hrós fyrir stafsetningaræfingu um daginn og 2+ í stærðfræði, sem er um 8,7 heima – hún fékk fullt fyrir 3 orðadæmi þar sem hún skrifaði svörin í setningum.

Sú snögga er sátt við skólann, á nokkra vini þar og nýtur þess að labba ein heim eftir skóla.

Sá skapmikli er farinn að tala heilmikið við krakkana og leikur við alla á deildinni sinni, fór á bókasafnið í dag og fékk lánaða bók – rosalega stoltur.

Allir telja niður dagana í heimsóknina til Íslands, það verður voða spennandi að koma heim þó stutt verði.

Tannleysi og fleiri myndir

Að kvöldi föstudags var brosið svona hjá þeirri snöggu.
Að kvöldi föstudags var brosið svona hjá þeirri snöggu.
Slakað á á sunnudegi, Blíðfinnur lesinn - sem er "o ógissle fyrri mif!"
Slakað á á sunnudegi, Blíðfinnur lesinn - sem er "o ógissle fyrri mif!"
Leikið í efrikoju.
Leikið í efrikoju.
Áfram fækkar tönnum.
Áfram fækkar tönnum.
Kálfurinn saug putta þeirrar sveimhuga og það var "ekkert ógeðslegt"
Kálfurinn saug putta þeirrar sveimhuga og það var "ekkert ógeðslegt"
Fyrsta parið af inniskóm, fjögur á leiðinni.
Fyrsta parið af inniskóm, fjögur á leiðinni.

Skyndiákvörðun

Á föstudaginn var sá skapmikli heima hjá frúnni, hann var lágreistur fyrri hluta dags, en hresstist þegar leið á daginn.  Bóndinn sótti systur og keyrði í fimleikana, ameríska frúin sá um þá snöggu á meðan sú sveimhuga var í tíma og öfugt.  Gott að eiga góða að.  Eftir kvöldmat var horft á sjónvarpið, ein tönn rifin úr þeirri snöggu og krökkum komið í ból.  Síðan fór bóndinn að huga að fyrirhugaðri heimferð vegna skóla og vinnu.

Kom í ljós að best væri fyrir hann að skreppa í lok mánaðar, en þá er einmitt vetrarfrí í skólanum hér.  Var því tekin skyndiákvörðun um að drífa alla upp á skerið í eina viku og hann stoppar nokkra daga umfram.  Allt er græjað, gistingu reddað, frúin tekur viðtöl vegna meistaraverkefnis, bestu vinkonur pantaðar og allt eins og best verður á kosið.

Í gær skrapp fjölskyldan í bíltúr í Svartaskóg, ferðinni var heitið í fataverslun og hjónin dressuð upp í Tracht (lederhosen og allt fyrir bóndann og dirndl fyrir frúna) – myndir verða birtar síðar.  Hugmyndin var að fara svo í eins konar Árbæjarsafn, en veðrið lék ekki við okkur svo við fórum aftur heim, poppuðum og buðum amerísku fjölskyldunni á Mama Mia og kvöldmat.  Hinn ánægjulegasti dagur.

Í dag voru það svo rólegheit og afslöppun, gengið frá ýmsu hér heima sem setið hefur á hakanum, ein tönn datt hjá þeirri snöggu, gengið upp að bóndabæ, kastaníur týndar og prjónaðir inniskór.

Nú hefst svo niðurtalningin í heimferð 🙂

Hnetur og foss – myndir

Eikarlauf og hnetur - eru á leiðinni í leikskólann og upp í skógi.
Eikarlauf og akörn - eru á leiðinni í leikskólann og upp í skógi.
Valhnetutré og hnetur, eru á bóndabænum og gengt nr 13.
Valhnetutré og hnetur, eru á bóndabænum og gengt nr 13.
Heslihnetulauf og hnetur (höldum við), er á bóndabænum.
Heslihnetulauf og hnetur (höldum við), er á bóndabænum.
Hestakastaníulauf og hnetur, eru í skóginum við engið.
Hestakastaníulauf og hnetur, eru í skóginum við engið.
Kastaníutré og hnetur, á stígnum við hliðina á skóginum.
Kastaníutré og hnetur, á stígnum við hliðina á skóginum.
Bad Urach Wasserfall, súmmað inn að fossinum.
Bad Urach Wasserfall, súmmað inn að fossinum.
Göngugarpar.
Göngugarpar.
Haustlitir í hlíðinni gengt fossinum.
Haustlitir í hlíðinni gengt fossinum.
Komin upp að fossinum.
Komin upp að fossinum, gengum svo upp fyrir hann.
Sullað í læknum.
Sullað í læknum.
Frumstæði bakstóllinn - hann virkaði.
Frumstæði bakstóllinn - hann virkaði.

Foss og ammælis

Þriðjudagurinn rann hjá, átakalítill, heimanám unnið rösklega og leikið.

Í gær var lítið heimanám eins og oft á miðvikudögum og var lagst í ferð með ameríkönunum af því tilefni.  Förinni heitið til Bad Urach, sem er í um hálftíma aksturs fjarlægð, handan Reutlingen.  Þar vorum við frúrnar búnar að frétta af kastalarústum og fossi sem gaman væri að skoða.

Þegar við komum að bílastæðinu sáum við að ganga upp að rústunum var ríflega það sem við vorum búnar til, svo fossinn yrði að duga í þetta skiptið.  Gangan upp að honum var þó nokkur spölur og töluvert upp í móti í lokin.  Þegar við vorum komin að rótum fossins (sem er óttarleg spræna, en fallegur) sáum við stíg sem lá lengra upp, frúin og og sá skapmikli áðu þó í svolitla stund meðan hinir göngugarparnir fóru í brattann.  Þegar það dróst að þær kemu niður aftur lögðum við mæðgin í klifrið, sá skapmikli gafst reyndar fljótt upp á göngunni, fór á háhest, en frúin gafst fljótt upp á því.

Drengurinn var því settur á bakið, innan við bakpokann og dröslað þannig upp hlíðina.  Þar voru stelpur að sulla, bættist hann í hópinn og léku þau sér þar til sú snögga datt næstum því á kaf – þá var kominn tími á heimferð.  Sá skapmikli var sæll í sínum heimagerða bakstól á niðurleiðinni (læri frúarinnar ekki alveg eins sæl þegar heim var komið).

Í gærkvöldi var foreldrafundur hjá þeirri sveimhuga, henni var hrósað fyrir þýskukunnáttu og frúin var gáttuð á teiknihæfileikum dótturinnar.

Í dag var svo afmæli, frúin vakin með bögglum, pósturinn kom færandi hendi, Snjáldurskinnan full af kveðjum, símtöl og almenn gleði.  Eftir hádegið kom sú snögga heim með dauða mús sem hún fann á heimleiðinni, þrifið og bakað með heimanáminu og gestir í afmæliskaffi.  Veislan endaði með jarðarför áður en frúin mætti í tíma við HÍ í gegnum Skype.

Daginn átti svo að enda með ferð á veitingastað, en sá skapmikli hafði ekki heilsu í það, svo maturinn var tekinn með heim.  Ljúfur dagur í heildina.

Ýmsar myndir

Haustskreyting sem sú sveimhuga gerði, hesta-kastaníur, eikar akörn, heslihnetur, könglar, greninálar og laufblöð.
Haustskreyting sem sú sveimhuga gerði, hesta-kastaníur, eikar akörn, heslihnetur, könglar, greninálar og laufblöð.
Þriðja bók Stig Larssons var að koma í hús - útgefandinn hefur greinilega ekki velt fyrir sér hvernig þær fara í hillu.
Þriðja bók Stig Larssons var að koma í hús - útgefandinn hefur greinilega ekki velt fyrir sér hvernig þær fara í hillu.
Afmælisbarnið.
Afmælisbarnið.
Spjallað við frænku.
Spjallað við frænku.
Sá skapmikli á námskeiði og gengur vel.
Sá skapmikli á námskeiði og gengur vel.

Sameiningardagurinn

Ja, þessi vika hefur algjörlega flogið hjá!

Á miðvikudaginn var lítið heimanám, svo við skruppum með amerísku stelpunum yfir til Echingen á leikvöllinn fína þar og skemmtu krakkarnir sér konunglega öll og við frúrnar spjölluðum heilmikið.

Á fimmtudaginn var mikið heimanám, það virðist vera reglan að þriðju- og fimmtudagar eru þungir í heimanámi en hinir dagarnir skárri, svo hér var lært meira eða minna fram að kvöldmat – reyndar aðeins leikið úti á svölum í góða veðrinu.

Á föstudögum eru fimleikar, svo seinni parturinn fer í það og hangs í bænum fyrir þá sem eru ekki í tíma.  Fundum einn leikvöll sem verður örugglega heimsóttur aftur.

Á laugardaginn var afmæli hjá litla syni nágrannans fyrrverandi, við höfðum ráðgert að á meðan ég bakaði svolítið fyrir hana færi bóndinn niður í bæ, keypti afmælisgjöf og smotterí sem vantaði til heimilisins.  Reyndar höfðum við líka rætt það í vikunni að 3. október væri sameiningardagur Þýskalands, sem sagt þjóðhátíðardagurinn hér.

En 2 og 2 voru aldrei lagðir saman, svo neðan úr bæ hringdi bóndinn og spurði frúna hvaða búðir hún héldi að væru opnar á þjóðhátíðardegi!  Gjafalaus mættum við því í afmælið, en þó með köku meðferðis, pakkinn fer þá bara með í næstu ferð.

Afmælið var svo skemmtilegt, að heim var ekki komið fyrr en um 9, þá var soðinn grautur ofan í gemlinga og þau send í rúmið.

Í gær byrjuðum við daginn í „brunch“ hjá vinnufélögum bóndans, þar var einnig önnur fjölskylda, faðirinn af indverskum uppruna en alinn upp af diplómata um allan heim.  Hann upplifði það sem forréttindi að hitta Íslendinga, þar sem svo fá eintök væru til í heiminum, þá væri þetta merkilegt!

Eftir hádegið brunuðum við til Heidelberg þar sem móðursystir bóndans og maður hennar voru í heimsókn, áttum við skemmtilegan dag með þeim hjónum og gestgjöfum þeirra.  Heimferðin var farin í myrkri og börn borin inn í rúm um tíuleitið.

Þrátt fyrir erilsama helgi var dagurinn í dag góður, aukatími í fimleikum hjá þeirri sveimhuga vegna fyrirhugaðrar sýningar eftir mánuð og allir glaðir í skóla og leikskóla í dag.