Vor og Bergfest – myndir

Rétt tæpt ár síðan bóndinn kom hingað til Tübingen.
Rétt tæpt ár síðan bóndinn kom hingað til Tübingen.
Bíflugurnar komnar á stjá - vorgosarnir ljúffengir!
Bíflugurnar komnar á stjá - vorgosarnir ljúffengir!
Sá skapmikli lék mjög svo töff dverg (með hendur í vösum og allt!) í vorleikriti deildarinnar.
Sá skapmikli lék mjög svo töff dverg (með hendur í vösum og allt!) í vorleikriti deildarinnar.
Páska/vor/sumarskreytingin, á föstudeginum voru komin laufblöð á tréð auk nokkurra fugla.
Páska/vor/sumarskreytingin, á föstudeginum voru komin laufblöð á tréð auk nokkurra fugla.
Frekar sáttur með gjafirnar frá páskahéranum. :)
Frekar sáttur með gjafirnar frá páskahéranum. 🙂
Gestir á "Bergfest".
Gestir á "Bergfest".
Rétt um ár þangað til bóndinn flytur aftur heim frá Tübingen.
Rétt um ár þangað til bóndinn flytur aftur heim frá Tübingen.

Bergfest og flutningar

… ekki samt okkar flutningar. 🙂

Bergfest er hugtak sem notað er yfir verkefni eða tímabil sem er hálfnað – dvöl okkar hér í Þýskalandi er senn að verða hálfnuð, alla vega hjá bóndanum.  Eitthvað mun styttast í annan endann hjá hinum í fjölskyldunni.  Nóg um það nú, meira síðar.

Á mánudaginn varð frúin vör við maurainnrás í íbúðinni, stóð í stórfelldri slátrun fram eftir degi og taldi sig hafa haft sigur!

Skólastúlkurnar fóru á leiksýningu í boði skólans og foreldra í LTT (Landsteater Tübingen) og skemmtu sér konunglega.  Bóndinn kom frá Amsterdam eftir miðnættið og svaf því örlítið út á þriðjudeginum.

Seinni partinn á þriðjudeginum var páskakaffi á deild þess skapmikla, foreldrar mættu með veitingar (pönnsur héðan sem hurfu eins og dögg fyrir sólu), mikið var spjallað og deildin skoðuð.  Verið er að skreyta hana með páska/vor/sumar skreytingum.

Sú sveimhuga lenti í smávægilegu ævintýri, hún var í leikfimi þegar kaffið byrjaði og átti að koma sér sjálf á leikskólann.  Frúin fór fram í gætt öðru hvoru til að athuga með hana.  Þegar sást til hennar rúmum klukkutíma eftir að leikfimi lauk var hún búin að reyna að komast inn á leikskólann, það mistókst svo hún fór heim og aftur til baka aftur niður á leikskólann!  Óttalegt ævintýri það!

Á miðvikudeginum var heimalærdómur og dól úti í góða veðrinu með Ameríkönunum, fimmtudagurinn leið eins og vanalega og á föstudegi var sundinu sleppt eftir fimleikana.

Þann dag hafði páskahérinn falið litlar pappírskörfur sem leikskólakrakkarnir höfðu gert.  Þær fundust svo eftir svolitla leit úti í garðinum og hafði góðgæti verið komið fyrir í þeim, súkkulaði, harðsoðið egg og smákökur voru fyrir hvert einasta barn.  Við fengum svo gesti í kvöldmat sem fögnuðu „Bergfest“ með okkur og var það ákaflega notalegt.

Á laugardagsmorgni kom í ljós að ekki hafði tekist að komast fyrir mauraóværuna, hún er búsett undir gólfdúknum og voru íbúarnir þar lokaðir inni með kanildufti og stefnan sett á að kaupa eitur eftir helgina til að losna við þá.

Nú um helgina höfum við svo aðstoðað vini okkar, íslensk/þýsk/amerísku fjölskylduna við flutninga.  Þau fluttu yfir í annan bæ hér suður af Tübingen og hefur tíminn farið í þá aðstoð.

Aðfararnótt sunnudags var tímanum breytt yfir á sumartíma, svo klukkutímanum á milli 02-03 var sleppt.  Líklegast verður eitthvað snúið að vekja alla í skólann í fyrramálið, en hér er skóli fram á miðvikudag og leikskólinn opinn á skírdag.

Sú snögga missti eina tönn enn á sunnudagskvöldið, þá eru farnar 8 stykki!  Sú sveimhuga missti eina um daginn – sína 10. höldum við, sá skapmikli hefur miklar áhyggjur af þessum tönnum sem detta í sífellu úr systrum hans, athugar reglulega hvort sínar tolli ekki örugglega vel!

Sumarklipping

Nýþrifinn pallur.
Nýþrifinn pallur.
Stuttklipptur fyrir sumarið!
Stuttklipptur fyrir sumarið!
Þessi er að safna.
Þessi er að safna, vill hafa sítt eins og Aðalsteinn frændi 🙂
Hennar er svo þykkt að í sumarhitanum er ómögulegt að hafa það sítt.
Hennar er svo þykkt að í sumarhitanum er ómögulegt að hafa það sítt.
Á apavellinum í Entringen, ef vel er að gáð sjást þau öll þrjú þarna.
Á apavellinum í Entringen, ef vel er að gáð sjást þau öll þrjú þarna.

Amsterdam og eldgos

Enn ein vikan að baki, þessi var hefðbundin að venju – nema að Ameríkanarnir eru á Grikklandi, svo ekkert var leikið við þær þessa vikuna.

Á mánudag voru íþróttir hjá þeim skapmikla og þeirri snöggu eftir skóla og á þriðjudag hjá þeirri sveimhuga.

Á miðvikudag kom bekkjarsystir þeirrar snöggu í heimsókn og var fram eftir degi, um leið og henni var skutlað heim skrapp sú snögga til annarrar bekkjarsystur og með henni í leikfimi – nóg að gera í félagslífinu!

Á fimmtudag fórum við til fyrrverandi nágrannans – þau eru flest að skreppa heim í frí, svo þau voru kvödd í bili.  Sú snögga spurði frúna um daginn hvar nágranninn ætti heim í alvörunni, sko á Íslandi?  Þegar henni var svarað að þau byggju í alvörunni hér og ættu ekki hús þar kom spurningin: En af hverju eiga þau þá ekki dýr?

Hér er beðið um gæludýr svo til daglega um þessar mundir og mikið velt fyrir sér hvaða gæludýr eigi að fá þegar til Íslands verður komið og hverju megi fórna svo hægt verði að fá dýr!

Á föstudag voru fimleikar og sund að venju, heimagerð pizza og svo Barbie mynd í sjónvarpinu – á meðan krakkarnir voru límd við skjáinn var tækifærið notað og þau klippt fyrir sumarið.

Á laugardag var þrifið á pallinum, lauf hreinsuð upp og lagað til – allir með nema sú sveimhuga, hún fór í sund með kínversku bekkjarsysturinni.  Þegar hún kom aftur heim var bóndanum ekið á flugvöllinn í Stuttgart, hann fór til Amsterdam á fund – þurfti að vísu að fljúga í gegnum Zürich, eins bein leið og það nú er. 🙂  Á heimleiðinni af flugvellinum skruppum við í byggingavöruverslun og keyptum svolítinn sand (75 kg – smá strengir í dag eftir að hafa borið það niður í 3 ferðum) í lítinn sandkassa sem verður vonandi keyptur á morgun, mánudag.  Við keyptum líka 3 lítil blóm til að skreyta hér úti.

Í dag, sunnudag, skruppum við á apaleikvöllinn í Entringen og vorum þar þangað til okkur ringdi næstum því niður!  Komum heim og poppuðum og enn er boðið upp á Barbie myndir í sjónvarpinu – frúin veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega búið að gera margar svoleiðis myndir!

Bóndinn kemur heim aftur mjög seint á mánudagskvöld – hann sendi SMS í morgun (sunnudag) og lét vita af því að gos væri byrjað í Fimmvörðuhálsi, umsvifalaust var sendur út póstur til vina og kunningja hér til að láta vita af þeim fréttum!

Vorið er aldeilis komið hér, í vikunni er spáð upp að 20 stiga hita, hefur verið vel yfir 10 stig alla daga þessarar viku, allt upp í 17 í gær 🙂

Það styttist óðum í páska, Parísarferð og næstu gesti – allt að gerast á þessum bæ, næsta vika mun örugglega líða jafn hratt og undanfarnar.

Nokkrar myndir

Systur í nýprjónuðum kjólum og ótrúlega morgunhress snáði.
Systur í nýprjónuðum kjólum og ótrúlega morgunhress snáði.
Þegar hretið kom í vikunni notaði frúin tækifærið og tók svolítið af myndum af gestunum sem hafa heimsótt okkur reglulega í vetur.  Myndirnar eru að vísu allar teknar í gegnum gluggann og því ekki neitt ofboðslega skarpar.
Þegar hretið kom í vikunni notaði frúin tækifærið og tók svolítið af myndum af gestunum sem hafa heimsótt okkur reglulega í vetur. Myndirnar eru að vísu allar teknar í gegnum gluggann og því ekki neitt ofboðslega skarpar.
Nokkrar tegundir fugla hafa heimsótt okkur og þekkjum við ekki margar þeirra.
Nokkrar tegundir fugla hafa heimsótt okkur og þekkjum við ekki margar þeirra.
Þessi með rauða brjóstið er frekar styggur.
Þessi með rauða brjóstið er frekar styggur.
Svona var pallurinn okkar á fimmtudagsmorguninn var, 11. mars.
Svona var pallurinn okkar á fimmtudagsmorguninn var, 11. mars.
Og svona var útlitið í morgun, sunnudaginn 14. mars.
Og svona var útlitið í morgun, sunnudaginn 14. mars.
Systur við rótarflækju trés sem féll greinilega nýlega.  Þetta var í skóginum ofan við Bebenhausen.
Systur við rótarflækju trés sem féll greinilega nýlega. Þetta var í skóginum ofan við Bebenhausen.
Hér sést líka í litla hríslu, ofan við höfuðið á þeirri sveimhuga, sem var svo óheppin að fylgja með stóra trénu þegar það féll.
Hér sést líka í litla hríslu, ofan við höfuðið á þeirri sveimhuga, sem var svo óheppin að fylgja með stóra trénu þegar það féll.

Þakkir

fá allir þeir sem líta hér við og fylgjast með okkur, það er greinilegt að markmiðið með bloggi frúarinnar næst, vinir og vandmenn geta fylgst með daglegu lífi okkar hér í Tübingen.

Þessi vika hefur liðið hratt eins og tíminn hér almennt, lítið merkilegt var aðhafst í vikunni, ein tönn datt hjá þeirri sveimhuga, þar með hafa 10 tennur dottið hjá henni.  Hún skrapp líka í heimsókn til bekkjarsystur sinnar á þriðjudaginn og hafði svo gaman af að ekki tókst að koma heim á réttum tíma.

Sú snögga lá úti í snjónum um daginn og sleði var dreginn yfir andlitið á henni, fékk hún að launum vísi að glóðurauga sem er óðum að hverfa.   Hún svarar móður sinni oft þegar hún er spurð út í heimaverkefni: „mamma, ég er í frysta bekk, þá er aldrei mikið heimanám!“

Sá skapmikli er sáttur í leikskólanum, svona flesta daga. Hann á góðan vin þar og nú er verið að föndra fyrir páskana.  Hann er farinn að tala heilmikið á þýsku og skilur mjög margt.

Frúin sótti tíma í gegnum Skype í vikunni og gekk það vel – bóndinn fór á  meðan með krakkana í stórmarkaður og kom frústreraður heim, stórmarkaðir geta verið erfiðir!

Á föstudaginn voru fimleikar, sund og lokakvöldið í „Unser Star für Oslo“ og Lena Meyer-Landrut var valin með lagið Satellite, hún er sjarmatröll og við sáum eiginlega í fyrsta þættinum að hún hlyti að fara til Osloar.

Á laugardaginn var hangið heima í rólegheitum allan daginn, eftir taco kvöldverð horfðum við á Mary Poppins.  Sú sveimhuga segir að myndir um skemmtilegar barnapíur sem kenna foreldrum að þykja vænt um börnin sín séu uppáhalds myndirnar sínar.

Í dag, sunnudag, skruppum við yfir til Bebenhausen og gengum um skóginn, sáum nokkur tré sem höfðu fallið í síðasta roki og gáfum villisvínunum gömul hamborgarabrauð.

Við vonum að vorið sé á næsta leiti, spáin er upp á ríflega tíu stig svo til daglega næstu tvær vikurnar, reiknum bara að það standist 🙂

Um næstu helgi skreppur bóndinn til Amsterdam – alla vega benda líkur til þess.

Góðar stundir 🙂

Vorhretsmyndir

Listamenn við verkin sín sem voru unnin á þriðjudegi á meðan sú sveimhuga var í Tü-kiss íþróttatíma.
Listamenn við verkin sín sem voru unnin á þriðjudegi á meðan sú sveimhuga var í Tü-kiss íþróttatíma.
Trén farin að bruma.
Trén farin að bruma.
Á leikvelli í vesturbænum.
Á leikvelli í vesturbænum.
Yfirkrúttið Pétur Ben.
Yfirkrúttið Pétur Ben.
Snjókast.
Snjókast.
Gaman að moka snjó!
Gaman að moka snjó!

Vorhret

Passlega var nú búið að hrósa því að hér væri komið vor!

Fyrrihluta vikunnar og fram í hana miðja var sá skapmikli heima vegna hálsbólgu og hitavellu á meðan systur hans stunduðu skólann.  Því var lítið gert annað en að föndra og dúllast inni við, nema hvað systur fóru út að leika á línuskautum á miðvikudag á meðan frúin kenndi einni kínverskri að prjóna húfu.

Einföld uppskrift af snúðum hvarf um kaffileitið þann daginn þegar 5 stúlkur komu inn eftir mikið puð útivið.

Á fimmtudag skruppum við með Ameríkönunum á leikvöll í vesturbænum sem var mjög skemmtilegur, á leiðinni heim þaðan versluðum við, komum rétt heim til að elda og spjalla við barnapíuna þar sem frúin og bóndinn voru á leið út á lífið!

Ferðinni var heitið í Sudhaus, hér sunnan við Tübingen, með krúttunum frá Holtzgerlingen – fyrrverandi nágrannanum og mömmu hennar.  Pétur Ben var með ofurkrúttlega tónleika í Sudhaus og heillaði alla upp úr skónum með frábærum gítarleik, stórgóðum söng og almennum krúttlegheitum.  Sérstaklega þegar hann svaraði tryggingasölukonu í miðju „Billy Jean“ og stillti svo gítarinn sinn inni í „I’ll be here“.  Algjört yfirkrútt!

Á föstudag voru fimleikar og sund og svo kvöldstund með ARD þar sem verið er að velja „Unser star für Oslo“ – sem sagt söngvarann/-konuna sem fer til Oslóar í Evróvision keppnina.

Á laugardaginn vöknuðum við svo við alhvíta jörð!  Það snjóaði allan daginn og var eiginlega hálfgerður skafrenningur um tíma.  Ameríkanarnir komu í kaffi – athöfn sem þeim var algjörlega ókunn áður en þau komu hingað til Þýskalands!

Í dag, sunnudag, fóru krakkarnir svolítið út að leika í snjónum, annars hefur verið föndrað örlítið, bóndinn blés tvö egg fyrir þann skapmikla sem þarf að taka þau með í leikskólann og við bara tekið því rólega.

Vorhretið á að standa í tvær vikur eða svo – frost og snjór í kortum næstu dagana, svo einhver bið verður á frekari vorkomu.

Fyrir forvitnissakir þætti frúnni gaman ef lesendur skildu eftir stutt skilaboð í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan – langar að vita hverjir kíkja við 🙂