Ömmumyndir

Eplin á bóndabænum eru freistandi.
Eplin á bóndabænum eru freistandi.
Kvöldmatur á Wurstküche.
Kvöldmatur á Wurstküche.
Smá nestisstund í berfótagöngu.
Smá nestisstund í berfótagöngu.
Gengið á trjástubbum.
Gengið á trjástubbum.
Krúttlingasystkinin.
Krúttlingasystkinin.
Gengið yfir engið.
Gengið yfir engið.
"Tee-pee" húsið tilbúið - íbúarnir sælir með árangurinn.
"Tee-pee" húsið tilbúið - íbúarnir sælir með árangurinn.
Kengúra með unga í poka.
Kengúra með unga í poka.
Amman, þýsku vinirnir og stelpurnar horfa á oturinn.
Amman, þýsku vinirnir og stelpurnar horfa á oturinn.
Það var nógu gott veður til að borða ís!
Það var nógu gott veður til að borða ís!

Amma í heimsókn

Á mánudaginn var skóli og íþróttir – systurnar fóru í frjálsar seinnipartinn og líkaði ljómandi vel.

Á þriðjudegi fékk frúin leigðan bíl hjá umboðinu og sótti tengdamömmu sína til Frankfurt á meðan bóndinn hætti snemma í vinnu til að sækja börn og sinna þeim.  Miklir gleðifundir urðu þegar amman kom heim og margt að spjalla og sýna henni.

Á miðvikudegi heyrðist ekkert af bílnum okkar, eftir hádegið gengum við niður í bæ, frúin tók þátt í samsöng í litlum bæ sunnan við Tübingen á meðan bóndi og börn sýndu ömmunni örlítið af borginni.  Endað var á að borða kvöldmat á Wurstküche.

Á fimmtudegi var bíllinn loksins tilbúinn svo eftir heimanám var hann sóttur – sú snögga er byrjuð að læra skrifstafi og reiknar eins og herforingi, sú sveimhuga reiknar tvær plústölur og eina mínustölu (allar þriggjastafa) í huganum, svona tæplega 200 dæmi!

Hersingin fór öll saman að sækja bílinn og þaðan til Hechingen í berfótagöngu og til að sjá Hohenzollern í fjarlægð.

Á föstudegi fórum við í góðan göngutúr upp að skógi, yfir engið og inn í skóg, þar var slegið upp nokkurs konar Tee-pee þar sem sú sveimhuga var arkitekt og byggingameistari, sú snögga flutningsmeistari og sá skapmikli var sjóræningjameistari!  Að lokum var kíkt á kýrnar og nýr mais keyptur í forrétt.

Á laugardegi var sú snögga boðin í afmæli, hjónin nýttu pössunina og fóru til Reutlingen að skoða húsgögn – urðu alveg veik og keyptu eitt rúm.  Eftir að heim kom lagðist frúin í rúmið til að vera veik í klukkutíma á meðan spilað var í stofunni.

Á sunnudegi fórum við í Wilhelma og stefndum gömlu þýsku vinunum þangað líka.  Við sáum meðal annars lítið kengúruskott stingast upp úr poka, letidýr með unga, otur og tígrisdýr – og auðvitað litlu sætu górilluungana eins og alltaf!  Frábær dagur sem endaði á Bella Roma.

Afmælismyndir

Þverflauta?!!!
Þverflauta?!!!
Orðin 10 - fyrsta stórafmælið!
Orðin 10 - fyrsta stórafmælið!
Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.
Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.
Hjólað heim frá vininum.
Hjólað heim frá vininum.
Leikið með afmælisblöðrur.
Leikið með afmælisblöðrur.
Farin að æfa sig á þverflautuna.
Farin að æfa sig á þverflautuna.
Komin í afmælisúlpurnar - gott að hafa á heimleiðinni þegar farið verður að kólna.
Komin í afmælisúlpurnar - gott að hafa á heimleiðinni þegar farið verður að kólna.

Afmæli og skóli.

Á þriðjudegi var skóli og leikskóli, sú sveimhuga fór í sína leikfimi og svo var heimanám unnið – ekkert heyrðist frá verkstæðinu út af bílnum fyrr en rétt fyrir lokun, búið var að skipta um bremsur og skoða hann en engin rafmagnsbilun fannst.  Frúin gerði pönnukökur fyrir bóndann sem átti að fara í útivist með vinnunni á miðvikudegi.

Á miðvikudegi fór frúin og sótti bílinn, útréttaði vegna afmælis en þegar halda átti heim fór bíllinn ekki í gang.  Bóndinn var ræstur úr vinnunni – blessunarlega var útivistin ekki fyrr en á fimmtudegi, svo hann gat sótt börnin.  Bíllinn fór aftur á verkstæðið þegar hann fór í gang – biluninni lýst aftur, mjög nákvæmlega.  Það átti að taka hálftíma að laga þetta – svo kom í ljós að það tæki lengri tíma.  Frúin fór heim í strætó og bóndinn aftur í vinnuna.  Heima var dúllað í heimanámi og leikjum – tölvan sett upp á ensku og office komið af stað.

Á fimmtudegi kom í ljós að eitthvað stykki við kúplinguna var ónýtt og það tæki viku að laga bílinn.  Frúin hafði orð á því að hún hefði sennilega ekki skilið útskýringarnar neitt betur þó þær hefðu verið á íslensku, en þýski bílavarahlutaorðaforðinn er víst ekki kenndur í MA – eða var ekki í denn!  Stelpurnar skemmtu sér vel í skólanum, fyrstu bekkingarnir mættu og 4. bekkur sýndi þeim leikrit.  Bóndinn kom snemma heim út útivist svo hægt væri að sækja afmælisvistir úr búðinni.

Afmælisdagur rann upp – frumburðurinn 10 ára!  Hún var vakin á hefðbundinn hátt, svo var það skóli með pönnsur og nammi.  Hringt var af verkstæðinu og látið vita að kúplingin væri ekki farin, heldur eitthvað stykki við stýrisendann (eins og frúin hafði verið búin að útskýra á verkstæðinu) – það var dýrara stykki en það fyrrnefnda!  Stelpurnar í 4. a mættu í afmæli, mjög fjölþjóðlegt; íslensk, kínversk, rúmensk, búlgörsk, þýsk, rússnesk og ein frá Erítreu!  Þær skemmtu sér konunglega.

Á laugardegi gerðist sá merki atburður að hjónin slöppuðu af inni í herbergi þó að öll börnin væru vöknuð – bóndinn svaf og frúin las á meðan þau horfðu á sjónvarpið í stofunni!  Eftir hádegið fór sá skapmikli til vinar síns og bóndinn fór með dæturnar í bíó í Rottenburg.  Frúin nýtti tímann heima og vann í ritgerð.

Á sunnudegi var hátíð í borginni, fjölskyldan fór og tróðst um í mannhafinu í svolitla stund, endaði á leikvellinum og þaðan heim að undirbúa eftirrétt því við vorum boðin í mat til búlgarskra vina og var það indælis stund.

Það styttist í næsta gest, allir fjölskyldumeðlimir telja niður.

Tracht myndir og skóli

Smá pósa við lækinn í Triberg - þarna fyrir ofan er foss sem við sáum ekki.
Smá pósa við lækinn í Triberg - þarna fyrir ofan er foss sem við sáum ekki.
Hjónakornin uppáklædd.
Hjónakornin uppáklædd.
Fjölskyldan uppdressuð og himinsæl fyrir utan búðina góðu í Triberg.
Fjölskyldan uppdressuð og himinsæl fyrir utan búðina góðu í Triberg.
Fjallmyndalegir feðgar!
Fjallmyndalegir feðgar!
Huggulegar mæðgur.
Huggulegar mæðgur.
Fallegi bærinn Schiltach - fullur af bindingshúsum.
Fallegi bærinn Schiltach - fullur af bindingshúsum.
Á brúnni í Schiltach - litlu krúttlingarnir.
Á brúnni í Schiltach - litlu krúttlingarnir.
Októberfest!
Októberfest!
Það voru fleiri uppáklæddir en íslenska fjölskyldan.
Það voru fleiri uppáklæddir en íslenska fjölskyldan.
Á leið í skólann fyrsta daginn eftir frí.
Á leið í skólann fyrsta daginn eftir frí.
Komin í sætið sitt.
Sú snögga komin í sætið sitt.
Sú sveimhuga komin inn í sinn bekk.
Sú sveimhuga komin inn í sinn bekk.

Tölva á þýsku – og skóli byrjar

Á fimmtudegi fór sá skapmikli í leikskólann á meðan heimilið var þrifið.  Systurnar lærðu í íslenska námsefninu sínu og búlgarska vinkonan kom í heimsókn með son sinn.  Við gengum öll saman upp að bóndabæ og skoðuðum kýr og kálfa.

Á föstudegi tók bóndinn tölvuna frúarinnar með í viðgerð, þar var honum sagt að það eina sem væri hægt að gera væri að kaupa nýtt stýrikerfi, setja það upp og gögnin ættu þá öll að vera á aðgengilegum stað.  Hann keypti stýrikerfi eftir að hafa gert sölumanni vel grein fyrir því að við værum ekki þýsk og svoleiðis.  Fjölskyldan ætlaði að skella sér í sund fyrir kvöldmat, en sundlaugin var lokuð vegna sumarleyfa í einn mánuð.

Þegar heim var komið var tölvan ræst og sett upp á nýtt – bara til að komast að því að stýrikerfið er á þýsku og ekki hægt að breyta því!  Office pakkinn dottinn út – en öll gögn örugg. O-jæja.

Á laugardegi var ákveðið að skreppa yfir í Svartaskóg, við höfðum fengið boðsbréf frá verslun í Schiltach í litla Októberfest hjá þeim þennan dag, af þeim sökum klæddu hjónin sig upp í tracht – við ákváðum samt að byrja á því að fara til Triberg og skoða gauksklukkur.  Nauðsynlegt að koma heim til Íslands með svoleiðis grip.  Við ókum eftir hinum þýska klukkuvegi í Svartaskógi, alls staðar voru klukkubúðir og úrverksframleiðslur.  Í Triberg fundum við forláta klukku hjá honum Oliver, þegar hún var fundin röltum við aðeins um þenna fallega bæ og inn í litla verlsun sem selur Lederhosen og Dirndl – í sem skemmstu máli gengum við þaðan út með krakkana uppáklædda!

Við keyrðum svo norður eftir Svartaskógi til Schiltach, sem er uppáhaldsbær bóndans á þessum slóðum, fórum á Októberfest, þar sem fataverslunin var með tískusýningu.  Aldeilis ljómandi skemmtilega þar sem módelin dönsuðu við folksmusik á pallinum!  Krakkarnir léku sér aðeins á leikvellinum og frúin splæsti í leðurjakka fyrir sig.

Á sunnudegi byrjuðum við á því að heimsækja vinnufélaga bóndans, fjölskyldan þar hafði stækkað um tvo kettlinga í sumarfríinu og fóru allir þaðan alveg sjúkir í að eignast kettling!  Seinnipartinn skruppum við til fyrrverandi nágrannans og eyddum afganginum af deginum þar.  Þegar við ætluðum að fara heim vildi bíllinn ekki fara í gang – var alveg dauður!  Við hringdum í ADAC, sem er eins konar FÍB og þau ætluðu að koma til að draga okkur – bóndinn vildi samt kíkja aftur á ljósin í mælaborðinu og viti menn – bíllinn fór í gang.  Þjónustan var afþökkuð og við brunuðum heim.

Á mánudegi hófst skólinn loksins aftur hjá stelpunum, sú snögga hefur talað um það hvað 6 vikur séu afskaplega langur tími!  Þær voru ofsalega ánægðar, eru aftur með sömu kennara að mestu leiti og litlar breytingar á bekkjunum.  Yngri börnin tvö byrjuðu í íþróttunum sínum seinnipartinn og frúin fór með dæturnar í frjálsar, nema þar var enginn – svo við reynum það aftur að viku liðinni.

Bílnum var ekið í umboðið og skilinn eftir þar, vonandi kemur í ljós hvað er að plaga rafkerfið í honum.

Þá er bara vika í næstu heimsókn – mikil spenna hér á bæ yfir því – og auðvitað afmæli á næsta leyti.

Myndir frá Prag

Merkileg skilti fyrir framan leikhúsið - engir fílar á grasinu!
Merkilegt skilti fyrir framan leikhúsið - engir fílar á grasinu!

 

Fyrir framan eina leikfangabúðina var fræga moldvarpan Krtk.
Fyrir framan eina leikfangabúðina var fræga moldvarpan Krtk.
Fyrir framan stjarnfræðiklukkuna á stærsta torgi Evrópu.
Fyrir framan stjarnfræðiklukkuna á stærsta torgi Evrópu.

 

Það vildu ekki allir vera með á myndinni við turninn á brúarsporði Karlsbrúarinnar.
Það vildu ekki allir vera með á myndinni við turninn á brúarsporði Karlsbrúarinnar.
Strengjabrúða sem spilaði á gítar - alveg ótrúlega fær!
Strengjabrúða sem spilaði á gítar - alveg ótrúlega fær!
Flotti gosbrunnurinn sem við sáum!
Flotti gosbrunnurinn sem við sáum!
Leikvöllurinn við Karlsbrúnna - litlaturns megin.
Leikvöllurinn við Karlsbrúnna - litlaturns megin.
Gosbrunnur í baksýn - örlítið í átt að gotneskum stíl.
Gosbrunnur í baksýn - örlítið í átt að gotneskum stíl.
Hjón í Prag.
Hjón í Prag.
Varðmaður fyrir framan höllina.
Varðmaður fyrir framan höllina.
Varðmannaskipti - þeir voru með byssur!
Varðmannaskipti - þeir voru með byssur!
Brunnurinn við kastalann/höllina skoðaður.
Brunnurinn við kastalann/höllina skoðaður.
Kirkjan - of stór til að passa á mynd.
Kirkjan - of stór til að passa á mynd.
Tröppurnar 190 niður á jafnsléttu.
Tröppurnar 190 niður á jafnsléttu.
Stokkið í tröppum.
Stokkið í tröppum.
Áð eftir 134 tröppur - eldsteiktir brauðsívalningar borðaðir.
Áð eftir 134 tröppur - eldsteiktir brauðsívalningar borðaðir.
Þessi var flottust á Prag fashion week - einhver gamall og góður hönnuður.
Þessi var flottust á Prag fashion week - einhver gamall og góður hönnuður.
Færslan sem á við hér er ritstýrð!
Færslan sem á við hér er ritstýrð!
Við fórum í þennan hestvagn.
Við fórum í þennan hestvagn.
Algjör lúxus að sitja í þessum plusssætum.
Algjör lúxus að sitja í þessum plusssætum.
Brjóstsykur búinn til.
Brjóstsykur búinn til.
Búin að fá mola.
Búin að fá mola.
Púðurturninn.
Púðurturninn.
Varðmenn turnsins - sá skapmikli vildi alls ekki halda í sverðið.
Varðmenn turnsins - sá skapmikli vildi alls ekki halda í sverðið.
Smámunasemi á þessum pöbb - bannað að koma inn með byssur!
Smámunasemi á þessum pöbb - bannað að koma inn með byssur!
Bóndinn fyrir utan gamla vinnustaðinn - kofinn hans var þarna hægra megin.
Bóndinn fyrir utan gamla vinnustaðinn - kofinn hans var þarna hægra megin.
Þessi gosbrunnur var ekki þarna fyrir 15 árum - enda miðbærinn ekki á þessum stað þá!
Þessi gosbrunnur var ekki þarna fyrir 15 árum - enda miðbærinn ekki á þessum stað þá!
Krúttlingarnir á leið í fjölskyldualbúm í Kína.
Krúttlingarnir á leið í fjölskyldualbúm í Kína.
Rauða kirkjan, sem heitir það einmitt vegna þess að hún er jú rauð á litinn.
Rauða kirkjan, sem heitir það einmitt vegna þess að hún er jú rauð á litinn.
Séð yfir borgina og dómkirkjuna.
Séð yfir borgina og dómkirkjuna.
Varðmenn við kastalann í Brno - búningarnir ekki alveg eins flottir og í Prag.
Varðmenn við kastalann í Brno - búningarnir ekki alveg eins flottir og í Prag.
Seinni heimsstyrjöldin hófst 1938 í Tékklandi, í dýflissum kastlanas í Brno voru nasistar með geymslur.
Seinni heimsstyrjöldin hófst 1938 í Tékklandi, í dýflissum kastlanas í Brno voru nasistar með geymslur.
Uppdubbaðar kommúnistablokkir í útjaðri Brno.
Uppdubbaðar kommúnistablokkir í útjaðri Brno.
Kastalinn í Prag í ljósaskiptunum.
Kastalinn í Prag í ljósaskiptunum.
Playmobil Funpark - garður sem bar nafn með renntu!
Playmobil Funpark - garður sem bar nafn með renntu!
Svakalegir sjóræningjar.
Svakalegir sjóræningjar.
Á bak við foss - þar var blautt!
Á bak við foss - þar var blautt!
Erfitt líf á riddatatímum.
Erfitt líf á riddatatímum.
Tignarliðið með bláa blóðið.
Tignarliðið með bláa blóðið.
Dusilmennin.
Dusilmennin.
Þarna var líka hægt að leika sér að Playmobil - öllu því sem alla dreymir um að prófa!
Þarna var líka hægt að leika sér að Playmobil - öllu því sem alla dreymir um að prófa!

Prag – og hrunin tölva!

Á föstudaginn var keyrðum við af stað til Prag, fórum um 10 um morguninn og ætluðum um 6 tíma í ferðalagið.  Eftir um 40 mínútna akstur varð ljóst að það tækist ekki – STAU!  Í fyrsta skiptið af nokkrum – ferðin tók samt ekki nema um 7 tíma og þegar gatan í Prag var fundin var skilti fremst í henni sem sýndi alla umferð bannaða!  Bóndinn stökk út og rölti inn að húsinu á meðan frúin hringsólaði til að finna aðra aðkeyrslu að götunni, þar sem það tókst ekki, ók hún á  móti skiltinu og ákvað að textinn fyrir neðan þýddi „nema þeir sem þurfa svakalega mikið að keyra inn þessa götu!“

Eftir að hafa komið farangri fyrir og bílnum í nálægri geymslu, röltum við út að Moldóvu og á leikvöll á eyju í ánni, þar sem krakkarnir fengu útrás eftir langan dag í bílnum, heima var svo eldað og skriðið í ból.

Á laugardegi röltum við frekar snemma af stað, framhjá leikhúsinu og inn í bæinn, skoðuðum „Maríubúðir“, þar sem sá skapmikli hafði óskaplega gaman af því að skoða strengjabrúðurnar – eða Marjonetturnar.  Dótabúðir, minjagripaverslanir og leikfangabúðir voru líka spennandi, rétt fyrir hádegið vorum við komin að stjarnfræðiklukkunni sem stendur við stærsta torg í Evrópu og sáum dýrlingana kíkja út og gaurinn spila á trompet í turninum.

Þaðan gengum við niður að Karlsbrúnni og fórum upp í turninn þar við brúarsporðinn.  Hinum megin við brúnna fundum við leikvöll – á leiðinni að honum sáum við líka skemmtilegan gosbrunn.  Við röltum svo heim í gegnum bæinn og borðuðum á leiðinni.

Á sunnudegi gengum við meðfram ánni niður að Karlsbrúnni, yfir hana og upp að kastala.  Þangað komum við fyrir hádegið og passaði ljómandi vel að bíða eftir varðmannaskiptunum, eftir að sú athöfn var um garð gengin kíktum við örlítið inn í kirkjuna og fórum svo niður tröppurnar 190!  Við gengum yfir næstu brú neðan við Karlsbrúna og inn í Gyðingahverfið, þar rákumst við á sýningu frá „Prag fashion week – to the streets“ og sáum nokkur módel sýna sig og föt á pöllunum.  Þaðan fórum við á stóra torgið þar sem við sáum lausa hestvagna, svo við skelltum okkur í svoleiðis ferð um miðborgina og var ákaflega notalegt að sitja í plussklæddum mjúkum sætum í svolitla stund.

Úthvíld röltum við í áttina að Púðurturninum, stoppuðum í sælgætisverslun þar sem verið var að búa til brjóstsykur og fylgdumst við með því frá upphafi, krakkarnir fengu gefins afskurð sem var enn volgur!  Þegar lengjurnar voru tilbúnar voru þær brotnar í mola og áhorfendur fengu að smakka tilbúna afurð.

Þegar við komum upp að Púðurturninum voru hjónin efins um hvort ætti að príla upp, en krakkarnir hoppuðu upp og niður og hrópuðu „upp í turninn, upp í turnin!“  Því var gefið eftir og lagt af stað – eftir um 6 þrep stundi sá skapmikli – „hvenær verðum við komin?“ og uppskar mikinn hlátur frá foreldrunum sem entist næstum því upp í topp!

Á heimleiðinni var tékkneskur matur á boðstólum.

Á mánudegi fórum við í ferðalag til Brno sem er suð-austan í Tékklandi, ríflega tveggja tíma akstur – á algjörum þvottabrettum!!!!!  Frúin hélt að bíllinn myndi liðast í sundur!  Þegar í borgina var komið (þar sem bóndinn dvaldi í um 6 vikur fyrir 15 árum síðan) leiðbeindi hann okkur að torgi við klaustur Mendels þar sem við lögðum bílnum.  Þar stutt frá var bjórframleiðsla bæjarinn, hann sýndi okkur hvar hann keypti inn, pubbinn þar sem hann borðaði hádegismat – en ekki gat hann fyrir nokkurn mun munað hvar vinnustaðurinn var! (Honum til afsökunar vann hann mest uppi í Beskedyy fjöllunum nokkru norðar og austar – en samt!) Að lokum fannst þó vinnustaðurinn með lóðinni þar sem hafði verið kofi þar sem bóndinn svaf – en allt var breytt, meira að segja búið að færa miðbæinn og byggja kastala!

Borgin er ákaflega falleg, óhemju mikið af bókabúðum en engar minjagripaverslanir!  Ekkert staup frá Brno.  Við skoðuðum múmíur biskupa frá 18. öld og dýflissur kastalans.

Um kvöldið voru strengjabrúður og kristall keyptur og ítalskt í kvöldmat.

Á þriðjudegi var haldið heim, þó var stoppað í 7 klukkustundir í Playmobil Funpark við Nürnberg.  Það er risastór leikvöllur með Playmobil ívafi, þó alvöru matur í boði.  Krakkarnir skemmtu sér konunglega, en það hefði verið betra að vera þarna í meiri hita, með handklæði og þurr föt í farteskinu þar sem víða var hægt að sulla.  Playmobil var selt á góðu verði við útganginn – örlítið keypt og ekið heim í nóttinni.

Á miðvikudegi var Playmo raðað saman fyrir hádegið og leikið, sá skapmikli fór til vinar síns eftir hádegið – hann var í fríi frá leikskólanum þennan dag.  Myndum frá Prag var hlaðið inn í tölvuna og svo sótt uppfærsla á iTunes, tölva frúarinnar látin endurræsa sig – nema hvað, hún DÓ!  Myndir frá Prag verða því ekki settar inn fyrr en (ef) þegar búið verður að leysa málið og ná að ræsa gripinn, þangað til verður bóndatölvan notuð.

Afmæli og leikvellir – myndir

Nágranninn sem bjargaði tjaldinu, um það bil að rigna niður!
Nágranninn sem bjargaði tjaldinu, um það bil að rigna niður!
Sex ára guttar fá terturnar sínar.
Sex ára guttar fá terturnar sínar.
Á leikvelli í Neu-Ulm, hundurinn Oscar vill gjarnan vera með.
Á leikvelli í Neu-Ulm, hundurinn Oscar vill gjarnan vera með.
Allir flugdrekarnir komnir á loft.
Allir flugdrekarnir komnir á loft.
Krúttkrakkar með krútthatta.
Krúttkrakkar með krútthatta.
Á apaleikvellinum í Entringen.
Á apaleikvellinum í Entringen.
Á leikvelli í vesturbæ Tübingen.
Á leikvelli í vesturbæ Tübingen.
Sjóræningjaafmæli, sungið fyrir afmælisbarnið.
Sjóræningjaafmæli, sungið fyrir afmælisbarnið.
Vísbending í fjársjóðsleitinni skoðuð.
Vísbending í fjársjóðsleitinni skoðuð.
Fjársjóðskistan opnuð - mikil spenna.
Fjársjóðskistan opnuð - mikil spenna.

Annasamt frí

Á föstudaginn eftir að síðast var bloggað fór fjölskyldan til litlu Ameríku til að fagna 6 ára afmæli tvíburasona fyrrverandi nágrannans, það var haldið í keiluhöllinni og allir spiluðu, átu og skemmtu sér konunglega.  Komið var heim seint og um síðir.

Á laugardagsmorgni skruppu mæðgurnar í smá verslunarferð í miðbæinn, keyptu eitt og annað skemmtilegt.  Eftir hádegið var stefnan sett á Neu-Ulm og gömlu vinirnir þar heimsóttir, ríflega ár síðan við sáum þau síðast!  Eins og maðurinn sagði, það er skammarlegt hversu lítið við höfum hist – en nú verður gerð bragarbót þar á!  Við spjölluðum, fórum á leikvelli og vorum enn og aftur seint á ferðinni heim – krakkarnir sofnuðu í bílnum þriðja kvöldið í röð og það fjórða af fimm síðustu kvöldum!

Á sunnudegi tókum við því rólega, fórum út með flugdreka og fengum nýju Ameríkanana í mat um kvöldið – ákaflega notalegt fólk sem við munum örugglega eiga mikil samskipti við næstu mánuði.

Á mánudegi var aftur farið að versla, skólafötin nú komin fyrir veturinn, eftir hádegið skrapp sá skapmikli til vinar síns en þeir höfðu ekki hist í rúmar þrjár vikur!  Hann ákvað svo að tími væri til kominn að fara aftur í leikskólann, svo að…

á þriðjudagsmorgni fór hann þangað til að leika við strákana.  Eftir hádegið fórum við á apaleikvöllinn í Entringen og vorum þar fram eftir degi.  Bóndinn var á símafundi fram undir kvöldmat.

Á miðvikudegi ætluðum við að finna leikvöll í Eningen, austan við Reutlingen, en það gekk ekki svo við enduðum á leikvelli í vesturbæ Tübingen þar sem krakkarnir rennbleyttu sig og skemmtu sér afskaplega vel.  Frúin fór svo seinnipartinn og dressaði sig upp fyrir veturinn.

Á fimmtudegi fékk sá skapmikli að halda strákaafmæli, svo sjóræningjastíll var á deginum, þrír vinir komu og var óskaplegt fjör hjá þeim öllum.

Í fyrramálið er stefnan tekin á Prag – næst bloggað eftir að heim verður komið í næstu viku.

Stúlkur hlakka mikið til að byrja í skólanum eftir rúma viku og sá stutti er sæll með að vera byrjaður aftur í leikskólanum.