Bleik í einn dag

Þessi helgi sem er nú liðin fór mest í að ákveða hvort ég væri að fá flensuna sem Lísmundur minn og fleiri eru búnir að vera með eða ekki. Lísmundur kúrði nefnilega hjá mér þegar flensan var í hámarki, það var áhugavert að ýmsu leyti 😉 en alltaf gaman. Þessi flensubyrjun lýsti sér í ofurþreytu og brjáluðum hausverk. Samsetning sem býður bara upp á að maður skelli sér undir sæng og bíði eftir því hvað gerist næst. Spennandi. Ég sleppti meira að segja PISA partýi á laugardaginn… held að einhver verði að refsa mér fyrir það, jafnvel verður mér stillt upp og ég skotin með fullt af teygjum, helsta vopni PISA meðlima. Hins vegar afrekaði ég að fara í heimsókn til Óla á föstudaginn, tók með mér litla sæta flugu og hann drap hana! :O

Helsta afrek helgarinnar var ein afmæliskaka (og reyndar mæting í afmælið þar sem hún var étin). Að þessu sinni var um að ræða hina einu sönnu Sólveigu Scheving sem er einnig þekkt sem Solla stirða. Skrýtið að ég hafi ekki verið búin að gera svoleiðis fyrr miðað við vinsældir hennar. Ég var svipað bleik og hún þegar ég var búin að skreyta kökuna, ágætis tilbreyting.

Niðurstaða af þessu flensulimbói er ekki enn orðin ljós, mér líður ágætlega á daginn og illa á kvöldin. Ákvað þess vegna að bæta upp fyrir leti helgarinnar og vera ofurdugleg að redda litlum og leiðinlegum hlutum í morgun… sækja bækur, senda sjö hundruð email og svo framvegis. Jeij! 🙂

Elsku fólk

Einn nuddtími getur bjargað deginum, vikunni og jafnvel lífshamingju manns, það er nokkuð ljóst! Ég sé fram á bjartari tíma þar sem ég get aftur byrjað að lesa með athygli í meira en fimm mínútur og jafnvel sofið á nóttunni 😉 Sú staðreynd að hálsinn á mér þarf að bera haus er núna eitthvað sem er auðveldara að díla við en undanfarið. Skemmir heldur ekki fyrir að hitta eðalvinkonu og taka eitt kvöld í að segja reglulega „geeeeevuuuuuuð var ég búin að segja þér“… og éta svo eins mikið nammi og maður getur. Ahhhh lífið er yndislegt.

Hugg dagsins (mánaðarins miðað við bloggafköst mín) fær forkí minn fyrir að lenda í svæsnasta naglauppábretti sem ég hef séð lengi. Áts :*

Huggy, Huggy cool

Ég er eitthvað svo ótrúlega upptekin þessa dagana, biðst auðmjúklega afsökunar á myndaleysi 😉 Hlýtur að takast á endanum hjá mér.
Hugrún er alltaf jafn svöl, vona að sem flestir taki sér hana til fyrirmyndar!

11022007.jpg

Þjóðfræðingur…

… á laugardaginn sá ég þetta orð í fyrsta skipti á prenti við hliðina á nafninu mínu. Lúmskt gaman! Aðeins öðruvísi en að vera  „BA í þjóðfræði“ sko 😉 Staðurinn var Fréttablaðið, úúúú hvað maður er orðinn frægur 😉

Ég held annars að ég verði að fara til læknis og fá einhverjar lærdómstöflur. Ég hef aldrei verið svona löt að læra.

Svo fer ég svona bráðum að setja inn myndir frá þorrablótinu sem var á föstudaginn en við María, Lilja og Hrönn kíktum eftir matinn. Mættum ekki á svæðið fyrr en um 11 og sumir voru orðnir ansi hressir 😀 Múhaha…. þá er gaman að mæta ofur rólegur með myndavél, hjálpa fólki að rifja upp kvöldið og svona 😉