undur og stórmerki

Mér hefur hér með tekist að gera nettenginguna virka. Sem þýðir að nú mun ég væntanlega reyna að skríða aftur að einhverju leyti inn í netheima, rækta heimasíður, rifja upp hvað msn er og svo framvegis. Þetta er búið að kosta margar erfiðar orrustur við snúrur, illa innrætt tæki og geispandi starfsmenn Símans. Sigur er í höfn. Svona lítur annars 8 mánaða umbabumba út.

umbabumba.jpg

ego

Ágætt að taka einn dag þar sem allt snýst bara um MIG 😉 Það er svolítið erfitt þegar einhver annar er gjörsamlega fastur við mann í öllum mögulegum merkingum þess orðs. Ennnn í morgun fékk ég einkunn fyrir Eigindlegar rannsóknaraðferðir. Sem ég lagði alveg þvílíka vinnu í – í misjöfnu ástandi – í haust. Þetta er líklega síðasta formlega einkunnin sem ég fæ í Mastersnáminu mínu þar sem erlend námskeið og lokaritgerðin verða væntanlega bara „staðin“. Ég ætlaði aldrei að þora að kíkja á hvað ég fékk en var auðvitað ofurglöð þegar ég sá að ég var í hæstu einkunninni… fékk 9 og þar af leiðandi er meðaleinkunnin mín í mjög góðum málum. Vííííííííí 😀 Á†tla aðeins að njóta þess að hugsa um námið, ritgerðina og fjarlægari framtíðarplön í dag og halda svo áfram að hugsa um yfirvofandi ofurbreytingar seinna – kannski á morgun 😉