106945304745633596

Þá er maður bara kominn í­ helgarfrí­. Jí­bbí­-jei! Það stendur til að gera eitthvað skemmtilegt um helgina með honum Ragnari Rosengren. Það er bangsi sem við erum með í­ heimsókn frá Noregi. Þegar ég segi bangsi á ég ekki við stóran og góðlegan mann. Nei, hann er alvöru bangsi! Það er einhver kennari í­ Noregi sem fær fólk til að fá hann í­ heimsókn og taka af honum myndir á ýmsum stöðum, skrifa bréf og svona ýmislegt. þetta er náttúrulega stórsniðugt og núna er hann semsagt hjá okkur.

Annars þá fór ég og skráði mig hjá atvinnumiðlun í­ dag. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekkert hvernig þetta fer fram þegar ég fór þangað. ítti samt ekki von á að fá vinnu á staðnum eða neitt svoleiðis. Mjög vingjarnleg kona sem tók á móti mér og útskýrði þetta allt saman. Atvinnumiðlanir leita sem sagt að fólki fyrir fyrirtæki en ekki öfugt. Bað mig um að skrá mig hjá þeim á netinu og koma svo í­ kynningarviðtal á miðvikudaginn. Benti mér lí­ka á bók að lesa sem heitir frá umsókn til atvinnu. Fór og tók hana á bókasafninu og las spjaldana á milli núna áðan. Þetta eru allt svona selfölgeligheder eins og að vera kurteis, ákveðinn og snyrtilegur. Ekkert sem maður vissi ekki fyrir en ágætt að rifja það upp. Það verður þá lí­klega bein lýsing á atvinnuleit minni hérna á netinu. Ég verð lí­klega að fara og tala við skólastjórann minn á mánudaginn og segja honum að ég sé byrjaður að leita mér að nýrri vinnu. Nema hann sé að lesa þetta? Ég er að hugsa um að fara og sækja um vinnu á Amtsbókasafninu og Minjasafninu. Samt ætla ég ekki endilega að fara að vinna á einhverju safni en einhvers staðar verður maður að byrja.

Málefni dagsins í­ dag er: Kúgun karlmanna. Ekki það að mér finnist ég vera neitt kúgaður. Það er alltaf smart að byrja svona hugleiðingar á því­ að þvertaka fyrir að það sem maður er að tala um eigi við mann sjálfan. Hins vegar vinn ég á vinnustað þar sem eru afar fáir karlmenn. Þar er því­ rí­kjandi kvennamenning og það er vissulega stundum ágætt en stundum lí­ka hvimleitt. Sérstaklega þegar umræðurnar fara að snúast um karlmenn og karlmennsku, herramenn og dóna. Ég held að ég sé femí­nisti, a.m.k. alveg eins og hver annar karlmaður, þ.e.a.s. mér myndi aldrei detta í­ hug að dæma manneskju, hegðun hennar og málflutning eftir því­ hvort viðkomandi er kona eða karl. En ég er lí­ka homonisti. Þetta hljómar illa en hver er andstæðan við femina ef ekki homo? Kannski masculin? Ég er masculinisti. Það hljómar eins og ég sé einhver vaxtarræktarnörd. Geta nörd verið í­ vaxtarækt? Jæja, ég myndi a.m.k. aldrei dæma manneskju eftir því­ hvort viðkomandi er karl eða kona en það gera konur hins vegar almennt. (Kemur einhver auga á skemmtilega þversögn í­ sí­ðustu setningu)? Alla vegana. Á mí­num vinnustað er mjög erfitt að vera karlmaður þegar konurnar fara að tala um karla. Eins og ég get í­myndað mér að erfitt geti verið að vera kona á karlavinnustað þegar þeir fara að tala um konur. Maður reynir að slá þessu upp í­ grí­n, taka þátt í­ djókinu, hlæja og vera sætur.

Meira er það ekki í­ dag. Ég þakka þeim sem hlýddu. (Hlýddu hverjum)?