107283468387643464

Nú árið er liðið í­ aldanna skaut. Nei, reyndar ekki alveg. Ég verð hins vegar úti á Hauganesi næstu tvo daga og þess vegna ekki í­ netsambandi þannig að ég óska öllum farsæls komandi árs nú þegar.

Mikið fara þessar flugeldaauglýsingar frá Landsbjörg í­ taugarnar á mér. Nei, ekki þessi með textanum: „Hjálparsveit skáta skaffar dótið.“ Nei, hún er náttúrulega bara gegt snilld. Það er þessi með flugeldaverksmiðjuna á hálendinu. „Það vita allir hversvegna björgunarsveitirnar geysast upp á hálendið fyrir jólin nema jólasveinarnir.“ Hvern halda þeir að þeir séu að plata? Og til hverra er þessari auglýsingu ætlað að höfða? Ekki eru það smábörn sem hugsanlega trúa þessari vitleysu sem kaupa flugelda. Þarna er bara verið að búa til einhverja nýja furðusögu sem er svo fáránleg að ekki er hægt að sjá nokkurn tilgang með henni.

Svo að stjórnmálunum. Ég er orðinn frekar þreyttur á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún virðist hafa misst þetta áræði og ákveðni sem einkenndi hana sem borgarstjóra. Þá virtist sem hún gæti tekið hvern sem er og kveðið í­ kútinn. Núna er hún einhvern veginn bara einhver varaþingmaður sem á að vera voðalega merkilegur en enginn skilur út af hverju. Annars hafði ég alltaf verið mjög hliðhollur Össuri. Ég kaus hann meira að segja í­ formannskjörinu um árið. Núna er ég farinn að efast. Eftir klúðrið með einkarekstur í­ heilbrigðiskerfinu og eftirlaunafrumvarpið var eins og hann hefði náð að klúðra rækilega. Bæði hann og Ingibjörg koma samt nokkuð vel út úr þessu SPRON máli. (Ég á reikning í­ SPRON en mér hefur samt aldrei verið boðið að gerast stofnfjáreigandi). Lí­klega hefði verið best að kjósa Hörð Tryggva á sí­num tí­ma (eða var það Tryggvi Harðar?). Hvað um það. Ég tel að það færi best á því­ að finna einhvern annan til að verða formaður eftir tvö ár en annað hvort þeirra. Það vill reyndar svo vel til að ég sjálfur er að leita mér að góðri innivinnu sem er betur borguð en að vera grunnskólakennari.

Það virðist vera sem Pétur Blöndal átti sig ekki á tilganginum með svona sameignarfélögum eins og SPRON. Það skiptir engu máli þó að tveir þriðju hlutar hagnaðarins af sölunni renni í­ einhvern sjóð til styrktar menningarmálum. Tilgangur hlutafélaga er að skila hluthöfum hagnaði. Tilgangur sameignarfélaga er hins vegar að þjónusta viðskiptavini sí­na án þess að fara á hausinn. Þessi grundvallarmunur á tilgangi félaganna er kannski ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu en ég held að hann hljóti að vera hluti þess að Sparisjóðirnir hafa verið þau fjármálafyrirtæki sem fólk er ánægðast með í­ gegnum tí­ðina. Ég er t.d. mjög ánægður með SPRON. Ég var áður hjá Íslandsbanka og þarna er ólí­ku saman að jafna.

Farsælt komandi ár!

107266005263220378

Skúli vinur minn hringdi í­ mig áðan og við töluðum saman í­ rúman klukkutí­ma. Það er met fyrir mig þar sem ég veit fátt verra en að reyna að eiga persónulegt samtal gegnum sí­ma. Mí­n sí­mtöl vara yfirleitt innan við mí­nútu. Skúli er hins vegar einn af þessum mönnum sem getur talað endalaust í­ sí­ma og einn af fáum sem nennir að röfla við mig um vanda skólakerfisins, einkavæðingu og einkarekstur, útboð o.s.frv. Hann hefur reyndar mildast mjög í­ einkavæðingarstefnu sinni sí­ðan hann hætti hjá Rí­kiskaupum.

Ég sé að á Múrnum er ennþá verið að kúka á Samfylkinguna og kenna henni um allt sem hefur miður farið hjá Vinstri-Grænum. Það er greinilega full sársaukafullt fyrir suma að lí­ta í­ eigin barm. Merkilegt samt að heyra frá þeim armi að atkvæði greidd stjórnarandstöðuflokki, þótt það sé næststærsti flokkur landsins, séu atkvæði sem kastað hefur verið á glæ. Það er þá fróðlegt að í­mynda sér hvað þeim finnst um sí­n eigin atkvæði. Ef atkvæði greidd Samfylkingu hafa reynst engu máli skipta þá hljóta atkvæði Vinstri-Grænna að samsvara því­ að mæta ekki á kjörstað. Eða að mæta á kjörstað og skrifa gamanví­su á kjörseðilinn. Voða skemmtilegt og kemst í­ sjónvarpið en gerir atkvæðið ógilt.

Ég vil samt taka það fram hér að ég er ekki ánægður með tvennt hjá Samfylkingunni þessa dagana. a) Hugmyndir um einkarekstur í­ heilbrigðiskerfinu og b) hlutleysi flestra þingmanna í­ eftirlaunafrumvarpinu. Að öðru leyti stend ég við þá skoðun að Samfylkingin sé eini skynsamlegi kosturinn í­ í­slenskri pólití­k. Og ef ykkur finnast umræður um stjórnmál leiðinlegar þá er mér alveg sama. Mér finnast flugmódelsmí­ðar og æfingar með borða leiðinlegar en er samt ekki að röfla yfir annarra manna áhugamálum.

Hannes Hólmsteinn er sakaður um ritstuld þessa dagana og getur ekki borið hönd yfir höfuð sér enda staddur erlendis. Sjálfum finnst mér lí­klegast að Hannes hafi gripið til málfars og orðanotkunar skáldsins til að upphefja hann og sýna honum virðingu. Manninum hlýtur að hafa verið ljóst að í­ bók um Laxness væri varla hægt að stela frá skáldinu sem verið er að fjalla um. Þetta er kallað tribute á erlendum málum og er ætlað til að votta ákveðnum aðilum virðingu. Gott dæmi er t.d. þegar aðalpersónan í­ Family Guy breyttist í­ Mikka Mús um stund. Það var tribute til Walt Disney. Ég veit lí­ka um mann sem var handtekinn fyrir drykkjulæti á ísafirði einu sinni og þegar hann var spurður hvort hann hefði verið að dansa fullur upp á bí­lþaki sagði sá: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Og tók það ekki fram að hann var að vitna í­ Kiljan. Samt er nú varla hægt að saka hann um ritstuld.

Svo er komin upp kúariða í­ Bandarí­kjunum og verið að innkalla kjöt og allt saman vegna sjúkdóms sem getur e.t.v. komist úr sýktu kjöti í­ menn og e.t.v. valdið banvænum sjúkdómi (þetta hefur ekki verið staðfest). Eftir því­ sem ég best veit hafa menn fundið þessa kúariðu í­ einni kú í­ Washington fylki og lönd ví­ða um heim eru þegar búin að stöðva innfluttning á bandarí­sku nautakjöti. Nú get ég hugsað upp margar ástæður til að stöðva innflutning á nautakjöti frá Bandarí­kjunum en ein riðuveik kýr í­ Washington fylki er ekki ein þeirra. Ég veit heldur ekki betur en að riðuveiki sé landlæg í­ í­slenskum kindum (þó svo hún hafi nú ekki verið tengd við banvæna sjúkdóma í­ mönnum) og í­slenskir bændur hafi gripið til þess ráðs þegar kemur upp riða að fara með viðkomandi kind út í­ móa, skjóta hana og urða hana þar án þess að segja nokkrum lifandi manni frá svo rí­kið komi ekki og skeri stofninn. Það er því­ lí­klega talsvert af kjöti af riðurollum í­ umferð á markaðinum en það vill sem betur fer svoleiðis til að smitvaldarnir í­ kjötinu deyja við matreiðsluna þannig að enginn þarf að óttast um neitt.

Sendið mér bara hamborgara frá Washington fylki. Ég skal borða hann!

Mér finnst einhvernvegin sem þetta sé enn eitt dæmið um hræðsluáróðurinn sem er í­ gangi í­ heiminum í­ dag. Ég sá Bowling for Columbine um daginn. Stórkostleg mynd sem allir verða að sjá. Þar var mikið fjallað um óttavæðingu Bandarí­kjanna. Mér finnst sem það sé verið að reyna að óttavæða heiminn. Hræða okkur með hryðjuverkum, kúariðu, HABL, gróðurhúsaáhrifum, El Nino, o.s.frv. Þegar niðurgangur drepur miklu fleiri í­ heiminum á hverju ári en nokkuð af þessu.

Ég komst að því­ í­ dag að fólk reynir yfirleitt að breyta rétt. Að gera réttu hlutina, taka réttu ákvarðanirnar. Þar af leiðir að sá heimur sem við búum í­ í­ dag er afleiðing af gerðum alls þessa fólks sem var allt að reyna að gera sitt besta. Við ömumst oft við því­ sem okkur finnst slæmt í­ heiminum og kennum um illsku annars fólks, heimsku þess eða röngum ákvörðunum í­ fortí­ðinni. Þannig hugsunarháttur hefur ekkert upp á sig. „Við lifum í­ þeim besta heimi sem hægt er að hugsa sér.“ Sí­ðasta setning er stolin en ég ætla ekki að segja frá hverjum.

Sæl að sinni.

107256615328060418

Þá eru jólin að kveldi komin og hversdagsleikinn að byrja aftur. Ansi hreint góð grein um jólin hérna. Þetta ætti náttúrulega að vera skyldulesning í­ Kristinfræðinni í­ grunnskólum landsins. Það hefur svo sem nóg verið að gerast yfir jólin og brunarnir fyrir áramótin eru þegar byrjaðir. Ég fékk Night Watch eftir Terry Pratchett frá Gullu og er að lesa hana núna. Ég fæ alltaf Terry Prachett frá konunni um jólin og er hæstánægður með að vita að ég muni aldrei verða fyrir vonbrigðum með jólagjöfina mí­na (þangað til Pterry (eins og við Discworld aðdáendur köllum hann) hættir að skrifa). Þetta jólagjafastand er orðið ágætt. Maður er búinn að koma gjöfinni til konunnar og foreldranna í­ það stand að það er hægt að gefa það sama ár eftir ár og allir eru sáttir.

Við vorum með hamborgarhrygg í­ jólamatinn og hann var bara verulega góður. Hingað til höfum við alltaf verið með sví­nabógsteik en sví­nakjöt er bara orðið svo ódýrt að maður hefur haft það í­ helgarmatinn minnst einu sinni í­ mánuði sí­ðasta árið og þess vegna er kannski ekki við hæfi að hafa bóg lí­ka á jólunum. Hringdi svo í­ mömmu á aðfangadag og þá kom í­ ljós að þau höfðu lí­ka verið með hamborgarhrygg, en þau hafa verið rjúpufólk hingað til. Helv…. Siv! Við mamma fórum svo í­ keppni um hvort okkar hefði verið með ódýrasta jólamatinn og lí­klega hefur hún yfirhöndina í­ þeim bardaga, fékk útrunninn hrygg á 600 kall! Bara að maður væri svo hagsýnn. Ég hef verið að upplifa það sí­ðustu mánuði að eitt það versta sem getur komið fyrir mann er að lækka í­ tekjum. Við vorum svo sem ekkert hálaunafólk áður en við komum hingað og ég hef svipuð laun hér og í­ Ólafsví­kinni, e.t.v. örlí­tið lægri. En Gulla fór náttúrulega úr því­ að vera leikskólastjóri í­ að vera almennur leikskólakennari í­ hálfri stöðu og það munar töluvert um það. Ég held að desember sé fyrsti mánuðurinn sí­ðan við fluttum sem við náum að láta enda ná saman og þurfum ekki að auka við okkur skuldirnar. Svo er bara að sjá til hvort janúar verði jafn góður (enginn jólabónus þar en að sama skapi engin jól!). Kannski getur maður svo meira að segja borgað skuldirnar einhvern tí­ma lí­ka? En það eru náttúrulega ennþá bara framtí­ðardraumar.

Annars hlakka ég bara til áramótanna og flugeldanna og alls þess. Ég er að hugsa um áramótaheit núna en mér dettur eiginlega ekkert gott í­ hug. Kannski að hætta að nota frystikistuna hjá tengdó eins og ókeypis matarbúð? Mikið sem það fólk hefur þurft að þola vegna okkar. Mesta furða að það geti enn náð að kreista fram bros þegar maður birtist í­ dyrunum! Ég held ég láti annálinn 2003 bí­ða að sinni og kveðji í­ bili. Bleeeees….

107200949119066011

Vá, bara kominn sí­ðasti sunnudagur í­ Aðventu, jólafrí­ið byrjað og ég meira að segja búinn að kaupa allar jólagjafirnar (eða næstum því­, það er ein eftir). Fór í­ gærkvöldi til tengdó að baka jólakökuna. Þar á bæ er alltaf bökuð hví­t randalí­na fyrir jólin og Gulla vildi alls ekki missa af því­ fyrst við erum nú komin í­ sama bæjarfélag og foreldrarnir. Svo eyddi hún reyndar kvöldinu með bróður sí­num úti í­ bæ og fór svo beint inn í­ stofu að skreyta þegar hún kom til baka og tók nákvæmlega engan þátt í­ bakstrinum. En það er nú allt í­ lagi enda var það svo sem ekki yfirlýst markmið hjá henni að standa upp yfir haus í­ bakstri um kvöldið en ég og tengdamamma hnoðuðum og flöttum og bökuðum baki brotnu og það var bara æðislega gaman.

Ég hef rekist á skrif um það hve áhrifamikil blogg geta verið. Menn eru að gera einhverja bókadí­la hægri-vinstri og komast í­ blöðin og sjónvarpið og allt. Á sama tí­ma er kvartað undan sjálfsritskoðun og því­ hversu óáreiðanleg svona bloggummæli eru. Þau geta jú verið horfin á morgun eða búið að breyta þeim. Þó svo ég skrifi hér núna að einhver þjóðþekkt persóna, eins og t.d. Katrí­n Jakopsdóttir varaformaður Vinstri-Grænna og öll hennar ætt, séu uppskrúfuð, snobbuð og öfgafull fyrirbæri, fyrir utan það að hún er í­ sambandi við ákaflega illa innrættan subbusóða, þá gætu þessi ummæli allt eins verið horfin eftir örfáa daga og engin leið til að herma þau upp á mig. HA HA. Þeir sem hafa áhyggjur af þessu átta sig þá lí­klega ekki á því­ að internetið er svona n.k. millistig á milli hins talaða máls og útgefins ritmáls. Þ.e. það sem hér er skrifað hverfur ekki jafnóðum og það er sagt en það hverfur samt einhvern tí­man ólí­kt dagblöðum, bókum og slí­ku. Það breytir því­ ekki að ef það eru vitni að því­ sem hér er skrifað, þ.e. ef einhver les þetta, þá get ég ekkert vikist undan því­ að hafa skrifað þetta þó svo að ég eyði því­ eða breyti sí­ðar. Þannig að það er best að taka það fram strax að ég hef ekki þessa skoðun á Katrí­nu og hennar fólki og subbusóðinn hefur innst inni hjarta úr gulli. Sem minnir mig á það að hann er að semja ansi skemmtileg kvæði um jólasnótirnar í­ útvarpið þessa dagana. Veit einhver hvort hægt sé að lesa þessi kvæði einhversstaðar á netinu?

Nóg af því­. Hér á Akureyri er allt á kafi í­ snjó og jólaljósin taka sig gasalega gegt út í­ sortanum. Aksjón var að veita verðlaun fyrir best skreyttu húsin í­ bænum (eða var það einhvert fyrirtæki sem veitti verðlaunin og Aksjón var bara að sýna frá því­?). Skiptir ekki máli. Nema að húsin sem fengu verðlaun voru flest frekar smekkleg! Já mér þykir við hæfi að setja upphrópunarmerki. Þarna var um að ræða hús með serí­um í­ ýmsum litum, kannski svona grýlukertaserí­um og í­ mesta lagi upplýstum jólakrans á hurð og nokkrum skreyttum trjám í­ garði. Ég var ákaflega ánægður með að amerí­sku plastlí­kneskin og yfirþyrmandi blikklýsingar fengu engin verðlaun.

Annars er það skrýtið með Akjsón hvað dagskrárgerðarmenn þar virðast lélegir í­ sí­nu starfi. Ég veit að þetta er bara svona lí­til bæjarstöð og svona, en samt. Um daginn var t.d. verið að segja frá nýjum listaverkum sem Háskólinn á Akureyri hafði fengið og var búið að setja upp einhvers staðar inni í­ byggingunni til að gestir og gangandi gætu notið. Fréttin fólst í­ því­ að tekið var viðtal við Rektor fyrir framan Háskólann og engin ástæða þótti til að sýna umrædd listaverk sem fréttin snérist þó um. Þetta var svolí­tið svipað með þessa verðlaunaafhendingu. Að ví­su voru húsin sem fengu verðlaun sýnd. Allt í­ lagi með það. Svo var bankað upp á og fólki tilkynnt að það hefði verið verðlaunað fyrir smekklegar skreytingar og gefin jólaengill í­ því­ tilefni. Svo var þessu sama fólki réttur poki. Af einhverjum ástæðum sá enginn ástæðu til að sýna áhorfendum hvernig þessi umræddi jólaengill leit út. Gulla segir samt að þetta sé einhver rafmagnsengill með blikkljósum í­ kjólnum sem á að standa úti við (sem sagt svona blikkandi amerí­skt plastdrasl) en það er þá eru þessi verðlaun í­ hrópandi ósamræmi við húsin sem var verið að verðlauna og ólí­klegt að í­búarnir setji englana upp.

Allt í­ lagi bless.

107169378087020836

Lí­tið að frétta í­ dag. Mér var hins vegar bent á að írmann Jakopsson hefði verið dómari í­ Gettu Betur fyrir ekki löngu sí­ðan. Það má hins vegar minnka menningarmismuninn í­ keppninni með því­ að spyrja meira um hluti er tengjast verkmenntum og iðnnámi. Kannski lí­ka spyrja út í­ efni er tengjast uppeldismálum og félagsví­sindum? Mér hefur sýnst spurningaliðsnerðir frekar vera bóknámsmenn en verknáms og frekar í­ „hörðum“ ví­sindum þar sem fjallað er um staðreyndir en „mjúkum“ sem fjalla um tilhneigingar og lí­kindi.

Annars sá ég mér til mikillar ánægju í­ EXTRA núna áðan að það er starfsrækt erótí­sk verslun hér á Akureyri! Hún mun meira að segja vera í­ göngugötunni þó ég hafi ekki tekið eftir henni þar. Spurning hvort það sé ekki betra fyrir svona verslanir að vera í­ hliðargötum? Ætli maður verði að fara og tékka á úrvalinu svona fyrir jólin.

„Amma sá afa káfa af ákafa á Samma.“ Hvað er merkilegt við þessa setningu? Jú, hana má lesa bæði aftur á bak og áfram. Fullt af svona samhverfum á Baggalúti.

107151545394568624

Þá er mesta prófastressið búið og maður getur farið að blogga aftur. Búinn að fara yfir öll próf og færa einkunnirnar inn í­ tölvukerfi skólans. Nú er bara að bí­ða eftir kvörtunum nemenda (og foreldra nemenda) sem fá lágar einkunnir og spyrja í­ forundran af hverju ekki var hægt að kenna þeim þetta betur. Það þýðir lí­tið að benda þeim á að sumir náðu að læra þetta upp á tí­u en þeir hafi einfaldlega ekki verið að fylgjast með. Þá byrjar yfirleitt vælið um aukatí­ma og hættir ekki þó nemendum sé bent á að best sé að fylgjast með í­ tí­mum áður en menn fara að heimta aukatí­ma. Það virkar samt yfirleitt ekki því­ þá er kvartað undan því­ að það sé svo mikill hávaði og læti í­ tí­mum að það sé erfitt að fylgjast með. Þá er þeim bent á að það séu nú þeir sjálfir sem eru með mestan hávaðann og lætin og fylgist ekki með og fái þess vegna lágar einkunnir og þá loksins gefast flestir upp. Þeim sem gera það ekki bendi ég á að hringja í­ skólastjórann og reyna að krí­a út aukatí­ma, en hingað til hefur engum tekist það.

Jæja, nóg um skólann. Það hefur svo sem nóg verið að gerast í­ heiminum meðan ég var á hvolfi yfir prófunum. Það er ekki eins og heimsbyggðin stöðvist þó Danni þurfi að stússast í­ prófum. Saddam fundinn og allt. Samt efast enginn um að árásirnar í­ írak haldi áfram og að tilgangslaust mannfall Bandarí­kjamanna annars vegar (sem af einhverjum ástæðum kalla sig The Coalition Forces) og óbreyttra borgara (helst barna) hins vegar haldi áfram. Fyrst búið er að handsama Saddam þá held ég að það sé best að ég komi út úr skápnum og lýsi því­ hér með yfir að allt frá Flóastrí­ðinu hef ég haft samúð með Saddam og hans málsstað. Það er að sjálfsögðu óþolandi að smárí­ki á borð við Kúvæt sé að dæla olí­u undan í­rösku landi (a.m.k. umdeildu landi) og selja á undirverði á heimsmarkaði. Sérstaklega þar sem soldánafjölskyldunni í­ Kúvæt er mikilvægara að halda olí­uverði í­ heiminum lágu svo fjárfestingar þeirra í­ fyrirtækjum á Vesturlöndum borgi sig en að hafa hagnað af olí­uvinnslunni sjálfri (sem þó er umtalsverður). Svo finnst mönnum skrýtið að Saddam hafi komið á óvart að Bandarí­kjamenn hafi æst sig upp við þetta sem fram að því­ höfðu verið bestu vinir hans meðan hann var að berja á Æjatollunum í­ íran. Nei, þessu er svarað með strí­ði um Kúvæt og áratugalöngu viðskiptabanni sem hefur gengið að þúsundum í­raskra barna dauðum. Og allt þetta í­ nafni lýðræðisins sem þó hefur alltaf verið a.m.k. meira í­ írak en Kúvæt. Er það skrýtið að Saddam eigi samúð mí­na alla? Burt séð frá því­ að hann lét myrða einhver þorp af Kúrdum. Meira að segja ég á erfitt með að réttlæta það! Ætli hann hafi ekki bara verið svona fúll útaf þessu Kúvæt-klúðri. Ég er viss um að mannkynssagan á eftir að dæma þá félaga Saddam og Bushana öðruví­si en við gerum í­ dag. Enda hafa fjöldamorð aldrei þótt stór ljóður á ráði manna í­ þeirri sögu.

Þetta sem að framan er ritað er svolí­tið siðlaust en þó ekki jafn siðlaust og starfslokasamningur Daví­ðs Oddssonar sem gengur undir nafninu „Frumvarp um peninga handa mér“ eða eitthvað svoleiðis. Ég eiginlega bara man ekki hvenær mér var sí­ðast ofboðið svona rosalega. Einhvern veginn voru kaupréttarsamningar Kaupþings-Búnaðarbankamanna ekkert í­ samanburði við þetta, því­ eiginlega bjóst maður alveg við þessu af þeim. Meira að segja strí­ðið í­ írak og Afganistan, gasárásir á Kúrda, morð Bandarí­kjamanna á afgönskum börnum … ekkert af þessu kemst í­ hálfkvisti við hneykslun mí­na á þessum eftirlaunasamningi. Kannski út af því­ að maður býst alveg við ákveðinni hegðun af ofstækisfullum Bandarí­kjaforsetum, múslí­maklerkum, ísraelsmönnum, Heimdellingum o.s.frv. En einhvern veginn hélt maður að stjórnarandstaðan væri betri en það að láta kaupa sig með þremur silfurpeningum. Það sem mér finnst einna verst er að þegar mönnum er bent á þetta þá er ekki einu sinni eins og þeir skammist sí­n og sjái að sér eins og Kaupþings-Búnaðarbankamennirnir. Nei, það er lagt fram frumvarp um að fresta málinu. Fresta málinu!!! Svo sitja þessir herrar og frúr hjá og þykjast þannig saklaus af sví­narí­inu. Er þetta fólk veruleikafirrt með öllu? Skelfilegast er svo að sjá að það sé svona auðvelt að kaupa ungu Framsóknarmennina sem halda áfram að spila með sí­nu liði og selja sannfæringuna fyrir eftirlaunasamninga og forsætisráðherrastól handa formanninum! Já, mér er ofboðið og mér er lí­ka ofboðið með því­ hvernig verkalýðshreyfingin hefur brugðist …. við eða ekki brugðist við réttara sagt. Jú, jú, einhverjir gullkálfar hóta að segja sig úr Samfylkingunni, eins og öllum sé ekki sama og þykjast þannig álí­ka saklausir af verknaðinum og þeir þingmenn sem ákváðu að sitja hjá. Ég efast ekki um að fólki með önnur laun en ráðherrarnir (þ.e.a.s. allir aðrir í­ verkalýðshreyfingunni nema formennirnir) er jafn ótrúlega mis-, of- (og hvaða önnur viðeigandi forskeyti sem hægt er að hugsa sér) boðið og mér. Hvernig væri að verkalýðshreyfingin hvetti fólk til að gera eitthvað til að reyna að koma í­ veg fyrir þetta? Skí­tt með það hvort það væri löglegt eða ekki! Grí­pum til skipulagðra vinnustöðvana þangað til þetta verður dregið til baka! Förum út á göturnar og stöðvum umferð! Ráðumst til inngöngu í­ stjórnarsetur og fleygjum valdhöfunum á dyr! Gerum Flauelsbyltingu! Hættum ekki fyrr en annað hvort a) frumvarpið verður dregið til baka, eða b) allir fá sömu kjarabætur og Daví­ð Oddsson. Eina fólkið sem hægt er að taka ofan fyrir í­ þessu máli eru þeir þingmenn sem þó sáu að sér þegar lætin hófust í­ samfélaginu og greiddu atkvæði gegn viðbjóðnum. Við skulum samt ekki halda að þau hafi ekki vitað fullkomlega hvað var þarna á ferð og verið samþykk því­ áður en almenningi varð ljóst hvað var á seyði.

Og ég er ekki búinn enn. Nei, nei, nei og aftur nei. Ég er úrvals kverúlant og get amast við nánast hverju sem er í­ allan dag ef því­ væri að skipta. Það sem ég er að hugsa um núna er það að sí­ðustu dómarar Gettu Betur-keppninnar hafa verið fyrrverandi MR-ingar (eins og reyndar ég sjálfur) og einnig komið nálægt keppnisliðum MR í­ gegnum tí­ðina. Enda hefur MR unnið sí­ðasta áratug og e.t.v. lengur. Nú er ég ekki að halda því­ fram að þessir dómarar hafi verið að svindla, enda þekki ég Stefán og Svein og veit að þeir eru prýðispiltar og drengir góðir. Nei, það sem ég hef áhyggjur af er að það verði ákveðin menningarmismunun sem er vilhöll MR-ingum. Ég hef sjálfur vitað svör við spurningum í­ Gettu Betur vegna þess að kennarar í­ MR höfðu rætt um það utan námsefnis, notað það sem dæmi, brandara eða þess háttar. Einnig er ég í­ hópi þeirra sem tóku eitt ár í­ MR tvisvar og veit því­ að kennarar þar kenna sömu tí­mana aftur og aftur með sömu bröndurum á sömu stöðum í­ námsefninu og árið áður. Ég veit lí­ka að margir þeirra kennara sem kenndu Sveini og Stefáni eru enn að kenna í­ MR. Þannig held ég að menningarlegur bakgrunnur dómaranna geri MR hærra undir höfði en öðrum skólum, lí­kt og menningarlegur bakgrunnur veldur því­ að greindarpróf eru vilhöll hví­tum, vestrænum karlmönnum. Ég legg til að reynt verði að fá fjölbreytni í­ þetta með því­ að fá dómara ví­ðar að, t.d. þá írmann og Sverri Jakopssyni, en hugmynd mí­n um Flauelsbyltingu ætti einmitt að vera áhugaefni þess sí­ðarnefnda.

Ætli ég fari þá ekki að hætta þessari heilaælu og þurrka upp eftir mig.

Kannski eru þó verstu fréttirnar af þessu öllu saman þær að Fréttir punktur kom hættu rétt á meðan ég var í­ þessari prófalotu. HÆGíIR!!!

107114586889113653

Æi ég veit að það er hálf hallærislegt að taka svona persónuleikapróf og setja þau svo á bloggið sitt, en þetta var bara svo niðugt. Sá þetta hjá Gullu elskunni og vildi deila þessu með fleirum.

A Christmas Carol
You are ‘Christmas Time is Here, by Golly!’, by Tom
Lehrer. Hmm, you really don’t like Christmas,
do you? From the moment they start playing
carols in the shops in October to the
appearance of the first Easter Eggs in the
shops on New Years Eve, the rampant hypocrisy
of the Christmas spirit sets your teeth on
edge. You know just how many family fights
start over Christmas dinner, how many people
are injured in the Boxing Day sales, and how
few people actually find Christmas even
remotely merry. You liked Scrooge far better
before those ghosts got to him, and you are
only doing this quiz because you are bored at
work and anything is better than listening to
everyone else discuss their Christmas shopping.
Still, it is two days off work, which does
count for something… Enjoy the break.

What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

En hvernig í­ ósköpunum fara þeir að því­ að þekkja mann svona vel bara með því­ að láta mann svara nokkrum spurningum?

107114427902403739

Ég fékk þetta dásamlega bréf frá serbneska sósí­alistaflokknum í­ dag og fannst sem ég þyrfti að deila því­ með einhverjum:

10. December 2003.
L o z n i c a
Serbia&Monte Negro

Dear comrades,

in the upcoming years we will have difficulties with new form of social
problems. Globalization and new form of Imperialism are taking their
price. Only together and each others we could win that fight for Freedom
and Human Rights. Also there is a way, for all 6 billion citizens, from all
countries around the world. It is a way of Left.
I wish you more success and more struggle in the field of Left in the year
2004.
Also in the 2004 you are invited to visit Socialist party of Serbia. We
could help Left only buy giving support and if we have knowledge between
us.
Also I will be very happy if you send me e-mail address of youth of your
organization, because youth I am representing are very interested in
connecting.

Best Regards

Milinko Isakovic
Main Committee
Socialist party of Serbia
+381 64 2050090
milinkoi@fiaz.co.yu

Ekki veit ég hvar þeir höfðu upp á netfanginu mí­nu eða hvernig þeir vita að ég er sósí­alisti (jafnaðarmaður). Það virðast sumir misskilja þetta orð sósí­alisti og halda að það sé það sama og kommúnisti sem er alrangt (svo við förum nú ekki út í­ mismunandi útskýringar á því­ hvað er að vera kommúnisti). Jæja, ef einhver úr UJ eða UVG les þetta þá getið þið haft samband við hann Milinko (reyndar veit ég ekki einu sinni hvrot þetta er karlmanns- eða kvenmannsnafn) og skilað til hans kveðju frá mér.

107097433339355911

Fór og tók próf á vefnum áðan sem heitir „What colour are you“. Kom í­ ljós að ég er svona ljósgrænn.

you are
palegreen


Your dominant
hue is green. You’re logical and steadfast, focused on figuring life out
and doing what makes sense. You value being trusted because you know
you’re taking the time to figure things out and everyone should just
follow you.

Your saturation level is lower than average – You don’t
stress out over things and don’t understand people who do. Finishing
projects may sometimes be a challenge, but you schedule time as you see
fit and the important things all happen in the end, even if not everyone
sees your grand master plan.

Your outlook on life is bright. You
see good things in situations where others may not be able to, and it
frustrates you to see them get down on
everything.


the spacefem.com html color
quiz

Það er allt á fullu í­ fréttum þessa dagana og nú virðist sem Pútí­n hafi svindlað álí­ka og Shevardnazde í­ kosningunum í­ Rússlandi. Það verður gaman að sjá hvort það verður önnur Flauelsbylting þar. Var ekki fullt af bandarí­skum ráðgjöfum þar fyrir kosningar?

Annars er það helst að frétta héðan af Akureyri að það snjóar og snjóar og ég er búinn að komast að því­ að ég þoli ekki snjó. Ég hreinlega hata hann (sem getur verið handicap ef maður býr á Akureyri)! Ég er farinn að minna á Trölla sem stal jólunum. Samt fí­la ég jólin í­ botn. Búinn að skreyta út um allt, hengja upp serí­urnar o.s.frv. Bara … Rauð jól, það eru jólin mí­n.

107080216946231595

Ég las það á textavarpinu í­ gær að Rússar væru að ásaka Bandarí­kjamenn um að hafa haft hönd í­ bagga með Flauelsbyltingunni í­ Georgí­u (ég veit að sumum finnst ákaflega pirrandi að kalla þetta Flauelsbyltinguna). Það kom mér svo sem ekkert á óvart enda skrifaði ég um það í­ lærðri grein um stjórnmál í­ Georgí­u 27. nóvember. Annars virðist Georgí­u bera æ oftar á góma þessa dagana. Ég er t.d. að lesa bókina Darwin’s Radio eftir Greg Bear, en hún gerist að hluta til í­ Georgí­u. Eftir að hafa lesið lýsingarnar í­ bókinni á landslaginu, menningunni og litlu þorpunum með hlöðnum húsum í­ skógivöxnum og þröngum dölum Kákasusfjallanna, þá er mig farið að dauðlanga að fara þarna sjálfur. Kannski að ég fari bara í­ netleiðangur í­ dag og skoði þetta allt saman!

Annars vakti baksí­ða Fréttablaðsins í­ gær áhuga minn. Þar var Reynir Traustason að skrifa um Chaneldragtarklædda bókagagnrýnandann sem fór til Grænlands. íhugaverð grein og full af sterkum væmnum mómentum. Það var samt áhugavert að sjá hvernig Chanelkonan þurfti að yfirgefa asann og „menninguna“ á Íslandi til að komast í­ tengsl við óspillta náttúru hins „hreina“ Grænlands. Þar hitti hún svo fátækan dreng (hinn sanna fulltrúa fátækra 3. heims rí­kja um allan heim) og keypti handa honum tafl. Þannig varð hin vestræna Chanelkona stoð og styrkur vanþróuðu landanna með því­ að eyða smá af auð sí­num til að kaupa sér sálarfrið og „hönd í­ hönd gengu þau á meðal meistara skáklistarinnar … ólí­kir heimar höfðu náð saman.“ Ég er ekki viss um að Reynir hafi gert sér grein fyrir því­ sjálfur þegar hann var að skrifa þetta, en annan eins hroka gagnvart Grænlendingum og fordóma hef ég sjaldan séð í­ Íslensku dagblaði. Ég held að Reynir ætti að kynna sér aðeins grænleska nútí­mamenningu og einnig þjóðsögur, þjóðtrú og og fornar hefðir Grænlendinga og þá sæi hann að fátæki drengurinn er e.t.v. ekki raunhæfasti fulltrúi þeirrar þjóðar eða Chanelkonan þeirrar Íslensku.

Skemmtilegar annars þessar myndir sem við höfum af ákveðnum þjóðum. í mí­num huga er t.d. hinn týpí­ski Finni maður sem drekkur 2 lí­tra af vodka, fer með 114 erindi úr Kalevala og hleypur svo nakinn í­ snjónum eftir gufubað og lemur sig allan með hrí­si. Hvaða mynd ætli Finnar (eða Grænlendingar) hafi af Íslendingum?